Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 24
22
Árbók Háskóla íslands
Iowa til kennslu í mannfræði með aðstoð
Fulbrightstofnunar.
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að
ekki skuli teknir inn nýir nemar í Hjúkr-
unarskóla íslands að hausti. Af því leiðir
að hjúkrunamámið verður sameinað
námi á hjúkrunarfræðibraut Háskóla ís-
lands. Standa yfir samningar við ráðuneyt-
ið um þennan samruna. Þá hefur ráðherra
óskað umsagnar háskólans um tillögu
nefndar sem skipuð var til að athuga
kennslu í útvegsfræðum við Háskóla ís-
lands, og hefur háskólinn gert tillögur um
Qárveitingar, þannig að unnt verði að hefja
kennslu á því sviði haustið 1985 í við-
skiptadeild annars vegar og verkfræði- og
raunvísindadeild hins vegar. Er hér raunar
um eflingu og fjölgun greina á þessu sviði
að ræða, en ýmsar námsgreinar sem tengj-
ast sjávarútveginum eru þegar kenndar í
háskólanum. Þá er unnið að gerð samn-
ings milli háskólans og menntamálaráðu-
neytisins um kennslu í tannsmíði.
Skýrsla Þróunarnefndar
háskólaráðs
Árið 1969 kom út skýrsla, sem nefndist
Efling Háskóla íslands. Hún var álit sér-
stakrar nefndar sem þáverandi mennta-
málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, skipaði.
Vann fjárveitingarvaldið samkvæmt til-
lögum nefndarinnar nokkur næstu árin
þar á eftir. Árið 1978 náðist samkomulag
við ráðuneyti Qármála og menntamála og
þáverandi fjárveitinganefnd um fjárveit-
ingar til tiltekinna byggingaráfanga á há-
skólalóð og Landspítalalóð næstu 3 árin
þar á eftir. Það fé hefur nú verið veitt, en
því var skipt á sex ár í stað þriggja. Þarf nú
að gera nýtt samkomulag í þessum efnum.
Á síðastliðnu ári skipaði háskólaráð
svonefnda Þróunarnefnd. Var það gert
m. a. vegna mikillar aðsóknar að háskóla-
námi og til almennrar stefnumörkunar.
Skyldi nefndin annast samræmingu og úr-
vinnslu á hugmyndum deilda og náms-
brauta um kennslu í nýjum og hefðbundn-
um greinum á næstu árum og þörf þjóðar-
innar fyrir háskólamenntað fólk á ýmsum
sviðum. Nefndin mun skila lokaáliti nú
um mánaðamótin. I framhaldi af því mun
háskólaráð gera tillögur til menntamála-
ráðherra um eflingu kennslu og rannsókna
næstu4—5 árin til þess að treysta atvinnu-
líf og almenna menntun í landinu. Ber
brýna nauðsyn til að fella þetta inn í lang-
tímafjárlög og semja „menntaáætlun",
hliðstætt því sem gert hefur verið um raf-
væðingu landsins og í samgöngumálum.
Gjafir
\ tilefni af opinberri heimsókn forseta ís-
lands til Bretlands árið 1982 ákvað Per
Saugmann, forstjóri Blackwell Scientific
Publications, að færa Háskólabókasafni að
gjöf eintak af öllum útgáfuritum fyrirtæk-
isins sem það vildi þiggja. Þegar hafa bor-
ist á annað þúsund bindi til Háskólabóka-
safns. Þetta er afar kærkomin gjöf. Herra
Per Saugmann er gestur háskólans á þess-
ari hátíð. Gísli Sigurbjörnsson, forstöðu-
maður Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar, hefur aftur fært Guðfræðistofn-
un peningagjöf til rannsókna. Sömuleiðis
afhentu Vestur-Þjóðverjar Háskólabóka-
safni enn einu sinni góðarbækur.
Þá hefur íslendingum nýlega borist
rausnarleg tækniaðstoð frá Alþjóðakjarn-
orkumálastofnuninni. Er þar um að ræða
svonefndan massagreini sem komið hefur
verið fyrir í húsakynnum Raunvísinda-
stofnunar háskólans.
Háskólinn kann öllum þessum aðiljum
innilegar þakkir fyrir.
Ágætu kandidatar!
Þessi hátíðarstund er ekki stór eingöngu
í ykkar augum, heldur einnig fyrir fjöl-
skyldur ykkar og kennara. Þótt það sé sem
betur fer snar þáttur í lífi íslenskra há-
skólastúdenta að stunda almenna vinnu í
leyfum, hafið þið lifað í vemduðu um-