Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Side 24

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Side 24
22 Árbók Háskóla íslands Iowa til kennslu í mannfræði með aðstoð Fulbrightstofnunar. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að ekki skuli teknir inn nýir nemar í Hjúkr- unarskóla íslands að hausti. Af því leiðir að hjúkrunamámið verður sameinað námi á hjúkrunarfræðibraut Háskóla ís- lands. Standa yfir samningar við ráðuneyt- ið um þennan samruna. Þá hefur ráðherra óskað umsagnar háskólans um tillögu nefndar sem skipuð var til að athuga kennslu í útvegsfræðum við Háskóla ís- lands, og hefur háskólinn gert tillögur um Qárveitingar, þannig að unnt verði að hefja kennslu á því sviði haustið 1985 í við- skiptadeild annars vegar og verkfræði- og raunvísindadeild hins vegar. Er hér raunar um eflingu og fjölgun greina á þessu sviði að ræða, en ýmsar námsgreinar sem tengj- ast sjávarútveginum eru þegar kenndar í háskólanum. Þá er unnið að gerð samn- ings milli háskólans og menntamálaráðu- neytisins um kennslu í tannsmíði. Skýrsla Þróunarnefndar háskólaráðs Árið 1969 kom út skýrsla, sem nefndist Efling Háskóla íslands. Hún var álit sér- stakrar nefndar sem þáverandi mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, skipaði. Vann fjárveitingarvaldið samkvæmt til- lögum nefndarinnar nokkur næstu árin þar á eftir. Árið 1978 náðist samkomulag við ráðuneyti Qármála og menntamála og þáverandi fjárveitinganefnd um fjárveit- ingar til tiltekinna byggingaráfanga á há- skólalóð og Landspítalalóð næstu 3 árin þar á eftir. Það fé hefur nú verið veitt, en því var skipt á sex ár í stað þriggja. Þarf nú að gera nýtt samkomulag í þessum efnum. Á síðastliðnu ári skipaði háskólaráð svonefnda Þróunarnefnd. Var það gert m. a. vegna mikillar aðsóknar að háskóla- námi og til almennrar stefnumörkunar. Skyldi nefndin annast samræmingu og úr- vinnslu á hugmyndum deilda og náms- brauta um kennslu í nýjum og hefðbundn- um greinum á næstu árum og þörf þjóðar- innar fyrir háskólamenntað fólk á ýmsum sviðum. Nefndin mun skila lokaáliti nú um mánaðamótin. I framhaldi af því mun háskólaráð gera tillögur til menntamála- ráðherra um eflingu kennslu og rannsókna næstu4—5 árin til þess að treysta atvinnu- líf og almenna menntun í landinu. Ber brýna nauðsyn til að fella þetta inn í lang- tímafjárlög og semja „menntaáætlun", hliðstætt því sem gert hefur verið um raf- væðingu landsins og í samgöngumálum. Gjafir \ tilefni af opinberri heimsókn forseta ís- lands til Bretlands árið 1982 ákvað Per Saugmann, forstjóri Blackwell Scientific Publications, að færa Háskólabókasafni að gjöf eintak af öllum útgáfuritum fyrirtæk- isins sem það vildi þiggja. Þegar hafa bor- ist á annað þúsund bindi til Háskólabóka- safns. Þetta er afar kærkomin gjöf. Herra Per Saugmann er gestur háskólans á þess- ari hátíð. Gísli Sigurbjörnsson, forstöðu- maður Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, hefur aftur fært Guðfræðistofn- un peningagjöf til rannsókna. Sömuleiðis afhentu Vestur-Þjóðverjar Háskólabóka- safni enn einu sinni góðarbækur. Þá hefur íslendingum nýlega borist rausnarleg tækniaðstoð frá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni. Er þar um að ræða svonefndan massagreini sem komið hefur verið fyrir í húsakynnum Raunvísinda- stofnunar háskólans. Háskólinn kann öllum þessum aðiljum innilegar þakkir fyrir. Ágætu kandidatar! Þessi hátíðarstund er ekki stór eingöngu í ykkar augum, heldur einnig fyrir fjöl- skyldur ykkar og kennara. Þótt það sé sem betur fer snar þáttur í lífi íslenskra há- skólastúdenta að stunda almenna vinnu í leyfum, hafið þið lifað í vemduðu um-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.