Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 89
Kennarar háskólans
87
Kristbjörn Tryggvason tók ríkan þátt í
félagsmálum stéttar sinnar fyrr á árum, sat
í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og var
formaður þess 1948 — 1950. Þá var hann í
stjórn Elli- og örorkutryggingasjóðs lækna
frá stofnun hans 1945 og fram til 1976.
Hann var kjörinn heiðursfélagi í Læknafé-
lagi Reykjavíkur árið 1982. Meðal stéttar-
bræðra á Norðurlöndum var Kristbjöm
vel þekktur og mikils metinn. Hann sat í
stjórn Nordisk pediatrisk Kongres
1967 — 1976 og var þar forseti 1970—1973,
en á þeim tíma var þing norrænna barna-
lækna haldið hér á landi. Þá var Krist-
björn heiðursfélagi í Dansk pediatrisk
selskab og barnlákarföreningen í Finn-
•andi auk Félags íslenskra barnalækna.
Eftir að Kristbjörn lét af störfum
prófessors og yfirlæknis árið 1974 undi
hann því ekki að setjast í helgan stein, en
gerðist héraðslæknir af og til næstu árin.
Kristbjörn var ferðagarpur hinn mesti
meðan heilsa leyfði og ferðaðist um landið
bvert og endilangt í hópi innlendra og er-
•endra vina. Öræfin heilluðu hann sér-
staklega og braust hann áður fyrr yfir
marga torfæruna bæði á Kjalvegi, Fjalla-
baksleið, Sprengisandi og Herðubreiðar-
slóðum til að kanna eftirsóttan áfanga-
stað. Hann undi sér einnig vel við fagra
•axveiðiá í hópi góðra kunningja.
Kristbjöm Tryggvason var maður ein-
arður í framkomu og hreinskiptinn. Hann
hafði fastmótaðar skoðanir og átti auðvelt
með að taka málefnalega afstöðu. Hann
var ákveðinn stjómandi, en harðastur var
hann við sjálfan sig.
Ólafur Bjarnason
Einar Ólafur Sveinsson, fyrrum prófessor
forstöðumaður Handritastofnunar ís-
ands (er síðar nefndist Stofnun Árna
"•agnússonar á íslandi), andaðist 18. apríl
Hann var fæddur á Höfðabrekku í Mýr-
dal, Vestur-Skaftafellssýslu, 12. desember
1899. Nam norræna málfræði við Háskól-
ann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan
meistaraprófi 1928, ritgerð hans fjallaði
um íslenskar og norskar þjóðsögur. Hann
varð dr. phil frá Háskóla íslands 1933.
Nefnist doktorsritgerð hans Um Njálu, en
áður hafði hann gefið út á þýsku mikla
rannsókn á íslenskum ævintýrum, Ver-
zeichnis islándischer Márchenvarianten,
sem var hans fyrsta bók. Auk þess frum-
samdi hann marga kafla í íslenskum þjóð-
háttum séra Jónasar frá Hrafnagili, er að
drjúgum hluta var aðeins til á lausum
miðum, og gaf út þá bók 1934 (og síðari
útg.). Sinnti hann alla ævi íslenskum þjóð-
háttum, ævintýrum og þjóðsögum.
Að loknu háskólaprófi fékkst hann við
ýmis störf, vann í Landsbókasafni og
kenndi við Háskólann í ígripum. Veturinn
1931—32 og haustið 1933 kenndi hann ís-
lenskar bókmenntir fyrir Sigurð Nordal
prófessor.
Hann var bókavörður heimspekideildar
1935—39, og er háskólinn flutti úr Al-
þingishúsinu í hina nýju byggingu varð
hann fyrsti forstöðumaður Háskólabóka-
safns og gegndi því starfi 1940—45. Er
embætti háskólabókavarðar var stofnað
með lögum var hann skipaður háskóla-
bókavörður 1. apríl 1943.
Hann var skipaður prófessor í íslensk-
um bókmenntum 1. maí 1945, og gegndi
hann því embætti þar til hann var skipað-
ur forstöðumaður Handritastofnunar ís-
lands (Árnastofnunar) og jafnframt pró-
fessor í heimspekideild 26. október 1962.
Lét hann af þvi embætti fyrir aldurs sakir í
árslok 1970.
Einar Ólafur var mikill eljumaður og
afköst hans á ritvellinum geipileg. Bækur
hans um Njálu fjölluðu um textarann-
sóknir hans, en hann mótaði einnig rann-
sóknir á þjóðfélagslegri undirstöðu íslend-
ingasagna. Sagnaritun Oddaverja kom út