Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 106
104
Árbók Háskóla íslands
Verkfræði- og raunvísindadeild
Lagt fram bréf verkfræði- og raunvís-
indadeildar, dags. 9. sept. 1983. Er þar
gerð tillaga um reglugerðarbreytingu þess
efnis, að inn í reglugerðarhluta deildarinn-
ar, og síðar í reglugerðarhluta verkfræði-
deildar og raunvísindadeildar, komi
ákvæði sem heimila aðgangstakmörkun
yfir á annað námsár, ef aðstæður gera slíkt
nauðsynlegt að mati viðkomandi skorar
og að fengnu samþykki háskólaráðs.
Deildarforseti gerði grein fyrir ástæðum
deildarinnar til tillöguflutningsins. Mál-
inu var síðan frestað.
Lagt fram bréf verkfræði- og raunvís-
indadeildar, dags. 28. okt. 1983. Er þar
greint frá samþykkt deildarráðs frá 26.
s. m. um inntökuskilyrði í deildina. Sam-
þykkt er að stúdentspróf af eðlis- eða nátt-
úrufræðisviði mennta- og Qölbrautaskóla,
eða sambærilegt próf, skuli verða skilyrði
fyrir inntöku í deildina, en heimila megi
nemendum með stúdentspróf af öðrum
sviðum nám í landafræði. Óskað staðfest-
ingar háskólaráðs á þessari samþykkt.
Tillaga verkfræði- og raunvísindadeild-
ar með þeirri breytingu, að í stað orðanna
„sambærilegt próL‘ komi orðin „sambæri-
leg menntun“, var felld með 7 atkvæðum
gegn 5. 13.09.83 03.11.83 17.05.84
Tannlæknadeild
Lagt fram bréf tannlæknadeildar, dags.
II. maí 1983. Er þar lagt til að átta þeirra
stúdenta, sem hæsta einkunn hljóta að
afloknum fyrsta árs prófum vorið 1984,
verði veitt innritun á annað námsár. Einn-
ig lögð fram samþykkt félagsfundar tann-
læknanema frá 25. f. m. Kemur þar fram
að meðal tannlæknanema ríki fullur skiln-
ingur á nauðsyn fjöldatakmarkana við
tannlæknadeild. Tillaga tannlæknadeildar
var borin undir atkvæði og samþykkt með
8 atkvæðum gegn 6. 19.05.83 03.06.83
Lögð var fram ályktun fundar í Félagi
tannlæknanema frá 22. sept. s.l., þar sem
m. a. kemur fram gagnrýni á ákvörðun
háskólaráðs um fjölgun nemenda í hverj-
um árgangi í deildinni. Bent er á að vegna
sérstakrar kennsluaðstöðu geti aldrei
nema ákveðinn fjöldi einstaklinga stundað
tannlæknanám hveiju sinni. 06.10.83
Fyrir var tekið erindi [eins tannlækna-
nema] út af einkunnagjöf í líffærafræði I
vorið 1983. Var eftir birtingu einkunna
gerð leiðrétting á einkunn hans sem varð
þess valdandi, að hann lækkaði og varð í 9.
sæti við samkeppnispróf. [Lögskýringar-
nefnd] kemst að þeirri niðurstöðu, að
stúdentinn þurfi ekki að sæta lækkun á
umræddri einkunn. Leiðir þetta af sér að
tveir nemendur verða jafnir í 8. sæti á sam-
keppnisprófi 1. árs, en aðeins 8 eru teknirá
2. námsár. Deildarforseti taldi að deildin
gæti ekki tekið við fleiri en 8 nemum á 2.
námsár og yrði því að varpa hlutkesti milli
umræddra nemenda.
Fram kom svofelld tillaga frá fulltrúum
stúdenta:
„Við undirritaðir fulltrúar stúdenta í
háskólaráði leggjum til að [nemendumir
tveir], er urðu jafnir í 8. sæti á 1. árs próf-
um í tannlæknadeild s.l. vor, fái báðir að
halda áfram námi á 2. ári í tannlæknadeild
veturinn 1983—84.
Guðvarður Már Gunnlaugsson, Ólína
Þorvarðardóttir, Martha Eiríksdóttir, Ás-
geir Jónsson."
Tillaga stúdenta var samþykkt með 8
atkv. gegn 3.
Forseti tannlæknadeildar óskaði svo-
felldrar bókunar: „Tannlæknadeild mót-
mælir harðlega ákvörðun háskólaráðs og
lýsir fullri ábyrgð á hendur ráðinu á þeim
afleiðingum sem gætu hlotist af, ef deildin
getur ekki veitt öllum stúdentum verklega
kennslu.“ 25.08.83