Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 94
8
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
I. Stjórn háskólans
Reglugerð
Lagt fram bréf mrn.*, dags. 28.2.83, um
að staðfestar hafi verið breytingar á reglu-
gerð háskólans varðandi framhaldsmennt-
un læknakandídata, varðandi lyfjafræði
lyfsala og varðandi B.A.-próf í heimspeki-
deild. 10.03.83
Lagt fram bréf mrn., dags. 30.5.84, um
að staðfestar hafi verið breytingar á reglu-
gerð háskólans er varða læknadeild, hjúkr-
unarfræði og tannlæknadeild. 20.06.84
Samstarfsnefnd
Lagt fram bréf mrn., dags 27.5.83, um
að Hákon Torfason hafi verið skipaður
fulltrúi ráðuneytisins í Samstarfsnefnd
[Háskóla íslands og ráðuneyta mennta-
mála og fjármála] um háskólamálefni í
stað Indriða H. Þorlákssonar. 09.06.83
Lagaskýringarnefnd
I nefnd til ráðuneytis háskólaráði og
rektor til túlkunar á lögum og reglugerð
háskólans voru kjörnir til þriggja ára Jó-
hannes L. L. Helgason, hrl., dr. Gaukur
Jörundsson prófessor og Stefán Sörensson
háskólaritari. 09.12.82
Fjárhagslegt sjálfstæði deilda
Rektor lagði fram tillögur um aukið
flárhagslegt sjálfstæði deilda og náms-
brauta og aðhald í Ijármálum. Tillögurnar
voru ræddar og vísað til nánari athugunar
deilda og námsbrauta. 24.11.83
Þróunarnefnd
í nefnd til að annast samræmingu og úr-
vinnslu á þróunaráætlun fyrir deildir og
námsbrautir til næstu 5 ára voru kjörnir
Þórir Einarsson prófessor, formaður,
Gunnar Karlsson prófessor, Jónas Gísla-
son dósent, Þórólfur Þórlindsson prófess-
or, Valdimar K. Jónsson prófessor, Hall-
dór Guðjónsson kennslustjóri og Atli Eyj-
ólfsson, stúdent. Varamaður Atla var kjör-
inn Helgi Thorarensen, stúdent.
Ennfremur var samþykkt svofelld til-
laga um gerð 5 ára þróunaráætlunar:
1. Háskólaráð felur deildum að gera 5 ára
þróunaráætlun um kennslu og rann-
sóknir í hefðbundnum og nýjum grein-
um með hliðsjón af auknu aðstreymi að
háskólanámi og þörf þjóðarinnar fyrir
háskólamenntað fólk. í áætluninni skal
m.a. gerð grein fyrir auknum kostnaði,
aukinni húsnæðisþörf og aðstöðu allri
sem í tillögunum felast.
2. Háskólaráð skipar sjö manna nefnd til
að annast samræmingu og úrvinnslu
áætlunarinnar. Nefndarmenn skipti
með sér verkum.
3. Nefndin hafi aðgang að aðstoðarmanni
til skýrslugerðar, söfnunar gagna o. fl.
Menntamálaráðuneyti jafnan skammstafað svo.