Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 98
96
Árbók Háskóla íslands
Háskólabíó
Reikningar bíósins fyrir árið 1982 frarn
lagðir og samþykktir. í stjórn Háskólabíós
voru kjörnir til tveggja ára (1983) Jónatan
Þórmundsson prófessor, formaður, og
Barði Valdimarsson sagnfræðinemi. End-
urskoðendur voru kjömir til sama tíma
Árni Vilhjálmsson prófessor og Sveinn
Sæmundsson endurskoðandi.
Reikningar bíósins fyrir árið 1983 voru
fram lagðir og samþykktir.
30.09.82 06.10.83 23.08.84
Lyfjabúð Háskóla íslands
Skv. bréfi heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytis, dags. 30. ágúst 1982, var Há-
skóla íslands veitt leyfi til reksturs lyfja-
búðar í Reykjavík (Reykjavíkur Apóteks);
leyfisbréfið og eiðstafur stjórnar lyQabúð-
arinnar dags. 25. ágúst 1982. (Um stjórn-
arkjör sjá Árb. 1980—81, bls. 83.) Ráðu-
neytið féllst einnig á ráðningu Sigurðar
Ólafssonar, fyrrv. lyfsala, sem forstöðu-
manns lytjabúðar Háskóla íslands.
Vilhjálmur G. Skúlason prófessor, for-
maður stjórnar lyfjabúðarinnar, ræddi
þörf á húsnæði fyrir lyQaframleiðslu
Reykjavíkur Apóteks og kennslu í lyfja-
fræði lyfsala, en lyfjabúðin gæti staðið
undir byggingu slíks húsnæðis. Til greina
kemur Þormóðsstaðaland við Ægissíðu,
sem er í eigu Landsbanka íslands. Var
rektor veitt heimild til þess að leita eftir
samningum við Landsbankann.
Reikningar Reykjavíkur Apóteks fyrir
árið 1982 og árið 1983 voru fram lagðir og
samþykktir og endurskoðendur kjörnir
þeir Tómas Þorvarðsson endurskoðandi
og Stefán Svavarsson endurskoðandi.
30.09.82 10.03.83 19.05.83 23.08.84
Fjárlög
Rektor gerði grein fyrir stöðu fjárveit-
ingabeiðna fyrir 1983, og einnig var gerð
grein fyrir nýsendri beiðni um 10 millj.
króna aukafjárveitingu á þessu ári. Al-
mennar umræður urðu um ljárhagsvanda
stofnunarinnar og úrræði í því efni. Rektor
lagði fram drög að þréfí til ríkisstjórnar-
innar, sem hugmynd hans er að verði und-
irritað af öllum nemendum, kennurum og
öðrum starfsmönnum háskólans. Var hug-
mynd rektors vel tekið og undirrituðu há-
skólaráðsmenn allir bréfið á fundinum.
14.10.82
Lagt fram bréf mrn., dags. 3. þ. m.,
ásamt ljósriti af bréfi fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar frá 29. okt. s.l. Háskóla íslands
er veitt aukafjárveiting að upphæð 7 millj.
kr. til rekstrarútgjalda á árinu 1982.
17.11.82
Skýrt var frá að nýlega hefði fengist
aukafjárveiting að upphæð 15 millj. kr. til
þess að ná saman endum í rekstri þessa
árs. Auk þess var gerð grein fyrir megin-
dráttum hvað varðar fyrirhugað rekstrar-
og framkvæmdafé til háskólans í fjárlaga-
frumvarpi því fyrir árið 1984 sem nú er í
prentun. 06.10.83
Aðild að iðnaði
Rektor lagði fram tillögu að lagaþreyt-
ingu um heimild fyrir háskólann til að eiga
aðild að sameignarfélögum, hlutafélögum
og sjálfseignarstofnunum. Tillagan var
samþykkt samhljóða með orðalagsbreyt-
ingu.
Þá kynnti rektor samstarf Háskóla ís-
lands og Reykjavíkurborgar um eflingu
hátækniiðnaðar og ijáröflun í því skyni.
Einnig var lögð fram greinargerð um efl-
ingu líftækniiðnaðar á íslandi og tillögur
um ljármögnun forathugunar.
Rektor lagði fram drög að tillögu um
stofnun þróunarfyrirtækis sem Háskóli ís-
lands ætti helming hlutafjár í. Tilgangur-
inn væri sá að efla rannsóknir og þróunar-
starfsemi á sviði hátækniiðnaðar. (Málið
var aftur rætt á 1. fundi næsta háskólaárs.)
05.04.84 30.05.84 23.08.84