Búnaðarrit - 01.01.1900, Qupperneq 7
7
stofna fjelag þetta á afmælisdegi Friðriks konungs 6.,
28. dag janúarmánaðar 1837. Sama daginn áttu stofn-
endurnir fund með sjer, og gjörðu þá ýmsar ráðstafanir
til eflingar og frarakvæmdar þessu hinu nýja fjelagi,
sem þeir nefndu: „Húss- og bústjórnar-fjelag suUuramts-
ins“, og sömdu boðsbrjef til íbúa suðuramtsins, með
áskorun að styrkja fjelagið; var það samþykkt aföllum
hinum ellefu stofnendum, og síðan prentað, undirskrifað
af þeim þremur, sem kosnir voru til bráðabirgða for-
stöðumenn fjelagsins: Þórði Sveinbjarnarsyni, landlækni
Jóni Thorsteinsen og sýslumanni Stefáni Gunnlaugssyni,
og svo sent út. Næsta fund áttu fjelagsmenn með sjer
5. dag júiímánaðar sama ár, og voru þá kosnir em-
bættismenn fjelagsins:
Forseti: stiptamtmaður Bardenfleth;
Aukaforseti: háyfirdómari Þórður Sveinbjarnarson;
Gjaldkeri: Stefán Gunnlaugsson;
Skrifari: H. G. Thordersen, dómkirkjuprestur.
Forstöðunefndin, sem kosin var til bráðabirgða
veturinn áður, lagði þá fram frumvarp til laga fjelags-
ins, og voru kosnir 3 menn til að skoða frumvarp
þetta, og stinga upp á breytingum á því, þar sem þeim
þætti svo betur fara. Til þessa starfa voru kosnir:
Páll sýslumaður Melsteð; landsyíirrjettardómari J. Jolm-
sen og sjera Þorstdnn Helgason í Reykholti. Þrcmur
dögum síðar, eða hinn 8. dag júlímánaðar, var aptur
haldinn fundur, og var þá frumvarpið samþykkt með
nokkrum breytingum. Lögin hljóða þannig: