Búnaðarrit - 01.01.1900, Blaðsíða 55
55
eptir öðrum fylkjum í Svíþjóð í verklegum framfórum,
en það hefur mikið breytzt á síðari árum. Járnnám-
arnir draga mikið fje inn í landið á ári hverju; fyrir
það eru þar orðnir margir auðmenn, sem aptur hafa
stutt þarfleg fyrirtæki, svo sem járnbrautir, gufuskipa-
göngur, vegagjörðir og jarðabætur. Pegar vjer höfum
fengið þess konar auðmenn, þá förum vjer að fá annað
og betra orð á oss, því aðekkimun íslenzkabændastjett-
in standa mikið á baki útlendri bændastjett eptir ástæð-
unum að dæma.
Jeg hcf hvergi sjeð það Ijósara en í Norðurbotn-
um, hve miklum stakbaskiptum jörðin getur tekið við
góða ræktun. Par sem ekkcrt er unnið að því, að
rækta hana, er hún mjög gróðurlítil að öðru eu trjám.
Sjeu hinar ófrjóu mýrar eða hin skógi vöxnu holt tekin
í góða rækt, fæst þar eptir fá ár góður og frjósamur
jarðvegur.
í Norðurbotnum er rúgur fremur lítið ræktaður,
en þó í syðri hlutanum svo mikið, sem íbúar þurfa til
heimilisnota. Hafrar eru ræktaðir í Lúleár —, Eánár —
og Kalixsóknum, og við Haparanda, en þó geta þeir
misheppnazt þar. Þegar kemur norður fyrir 66. mæli-
stig, þá fara þeir að verða mjög stopulir; að vísu er
þeim sáð sumstaðar norðar, en þroskast þar sjaldan.
Byggræktun er mikið almenn í Norðurbotnum ognokk-
uð norður á Lappmörk. Kartöflur eru mjög víða rækt-
aðar, en rófur lítið. Annars er þar yfirleitt fremur lítið
um garðyrkju annarstaðar en í kauptúnunum og borg-
unum; samt vinnur garðyrkjufjelagið og búnaðarfjelag-
ið mikið að útbreiðslu hennar.
Trjárækt er ekki mikil i Norðurbotnum, og komur
það af því, að skógarnir oru þar alstaðar og vaxa án