Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 16
aljettaða roit, af svo varanlegu efni, sem föng væru
bezt á, frá því fjelagið hófst og til í. dags desember-
inán. 1838; en tíminn var síðar lengdur til haustsins
1839. Enn fremur var heitið 5. dag júlímán. 1838
þrennum verðlaunum, 10 rbd. hverjum þeim, sem dræpi
15 melrakka á vetri, og sömu verðlaunum heitið hverj-
um þeim, sem dræpi 15 fullorðna melrakka við greni
með 30 yrðlingum".
Við árslok 1837 voru fjelagsmenn orðnir 105, en
sjóður fjelagsins tillög fjelagsmanna og gjafir til fje-
lagsins, 731 rbd. 8 skk (= 1462 kr. 16 aur.) Árið 1838
gaf konungur fjelaginu 1000 rbd (=2000 kr.), og varð
þá sjóður íjelagsins 2236 rbd. 78 skk. (= 4473 kr. 58
aur.).
Við árslok 1845 var sjóður fjelagsins orðinn 3095
rbd. 63 skk. (= 6191 kr. 27 aur.), að meðtöldum ó-
greiddum tillögum fjelagsmanna, sem námu eigi alllitlu,
og eptir það óx sjóðurinn lítið eitt árlega, því að við
dauða Þ. Sveinbjarnarsonar var hann eptir skýrslu fje-
lagsins að eins orðinn 3831 rbd. 86 skk. (= 7665 kr.
75 aur.)
Árið 1838 eru fjelagsmenn taldir 179, en úr því
munu þeir hafa farið að fækka aptur.
Upphaflega mun það liafa verið tilætlunin, að fje-
lagið gæfi út, að minnsta kosti við og við, ritgjörðir,
sem gætu vakið hug bænda á búnaðarmálum, og þann-
ig var 1839 prentað á kostnað fjelagsins „Búnaðarrit
suðuramtsins húss- og bústjórnarfjelags, fyrsta bindis
fyrri deild“, og voru í þeirri deild, auk skýrslu um
stofnun fjelagsins og aðgjörðir frá stofnun þess, og laga
fjelagsins, þessar ritgjörðir:
1. „Um þúfnasljettun og túngarðahleðslu“, skráð af Jóni
bónda Helgasyni í Garði syðra.