Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 22

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 22
22 ir um bætur á ýmsum búnaðarháttum íslendinga, að minnsta kosti 1 eða 2 arkir á ári hverju, hvort sem ritgjörðirnar væru algjörlega frumsamdar á íslenzku, eða þeim snarað úr öðrum tungum og efnið lagað eptir högum vorum. 2. Að fjelagið útvegaði, sumpart frá fulltrúum sín- um, og sumpart með því að senda einhvcrja, er fjelag- ið kysi, gagngjört á þess kostnað, um ýmsa hreppa suð- uramtsins, sem nákvæmastar skýrslur um búnaðarháttu og bústjórn bænda. 3. Að fjelagið hjeti bændum fje að láni til um- bóta á jörðum sínum, allt að þremur fjórðungum af kostnaði þeim, sem verkið hefði í för með sjer, en þó eigi meira en 100 rd. hverjum, þannig, að bændur fjengju fje þetta greitt jafnóðum og verkið væri unnið, gegn veði og lágum ársleigum, 2—3°/0. 4. Að fjelagið styrkti eptir megni efnilega menn til utanferðar til að afla sjer þokkingar í búfræði, eink- um í Norvegi og á Skotlandi. Málaflutningsmaður Jón Guðmundsson vildi aptur á móti alls eigi binda fjelagið við uppástungur meiri hluta nefndarinnar, og taldi þær sumar hreina og beina lagabreytingu, og hinar með öllu óþarfar, og viðsjált, að gjöra þær að föstum laga-ákvæðum, hcldur skyldu þærlagðar undir ákvæðijúlífundarins í hvertskipti, eptir sjerstakri uppástungu fjelagsstjórnarinnar eða einstakra fjclagsmanna. Álitsskjöl þessi voru lögð fram á júlífundinum sama ár, og síðar prentuð, en ekkert kveðið á um það, hvort uppástungurnar skyldi til greina taka eða eigi. Við árslok 1867 var sjóður fjelagsins 5564 rd. 80 sk. (= 11128 kr. 62 aur.).

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.