Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 24
24
irsókn éptir honum, og vann hann þar að vatnsveitingum
á 6 bæjum. Stjórnin og landbúnaðarfjelagið danskaveitti
þá um sumarið enn fremur fje til þess, að N. Jörgensen
yrði hjer næsta vetur og næsta sumar. Næsta vor
byrjaði hann á vatnsveitingum á Esjubergi á Kjalar-
nesi, síðan á Reynivöilum í Kjós, og hjelt síðan uppað
Leirá í Borgarfjarðarsýslu. Bæði þessi sumur voru með
honum 2 menn, sem hann skyldi kenna vatnsveitingar.
Verkfæri þau, sem vatnsveitingamaður N. Jörgcn-
sen kom með, urðu tilefni til þess, að síðan hefur fjeiagið á ári
hverju keypt talsvert af jarðyrkjuverkfærum, sumpart
til gefins útbýtingar á meðal fjelagsmanna, og sumpart
til sölu við vægu verði; einkum hafa verkfæri þossi
verið kvíslar og stálspaðar, en því að eins önnur
verkfæri, að sjerstaklega hafi vérið um þau beðið.
Árið 1870, á fundinum 5. dag júlímánaðar, stakk
forseti upp á því, að fjelagið hjeti engum verðlaunum
fyrir fram, fyrir tilteknar jarðabætur eða önnur tiltok-
in verk, heldur skyldi það að eins veita verðlaun, þá
er sú yrði raunin á, að þeir, sem verðlauna beiddust,
hefðu unnið svo miklar jarðabætur, að verðlauna þættu
verðar, hverjar sem þær svo væru. Uppástunga þessi
var samþykkt, og veitti fjelagið 200 kr. til slíkra verð-
launa til úthlutunar á næsta júlífundi.
Á júlífundinum 1871 bar skrifari fjelagsins Helgi
Helgasen, forstöðumaður barnaskólans í Reykjavík, þá
uppástungu fram, að kosnir væru 3 menn í nefnd til
að endurskoða lög fjelagsins. Uppástunga þessi var
samþykkt, og voru í nefndina kosnir: 1. Helgi Helga-
sen, 2. Magnús Jónsson í Bráðræði, og 3. Þórarinn
prófastur BöSvarsson í Görðum á Álptanesi.
Nefnd þessi lagði frain frumvarp sitt á júlífundin-
um 1872, en umræðum og atkvæðagreiðslu varþáfrest-