Búnaðarrit - 01.01.1900, Qupperneq 29
Nautgriparæktin í Daninörku.
Áður eu talað verður um uautpeningsræktina í
Danmörku nú á tímum, vil jeg til skýringar minnast
með nokkrum orðum á, kvernig hún var um og fyrir
miðja þessa öld.
Svo má að orði lcveða, að framan af öldinni kafi
lítið eða ekkertverið gjört til þess, að bæta nautgripa-
ræktina í Danmörk, enda var hún þá mjög ljeleg að
flestu leyti. Meðferðinni á kúnum var rnjög ábótavant,
og um kynbætur var fátt eða ekkert hugsað. Um sum-
artímann lágu kýrnar úti á nóttunni, hvernig sem veð-
ur var. Að kaustinu til var þeim beitt út, eins lengi
og hægt var vogna veðurs, jafnvel fram undir jól í
sumum sveitum. Fóðrið að vetrinum til var opt lítið
og tilbreytingalaust og þraut snemraa á vorum í mörgum
árum. Kúnum varð því að beita út að vorinu, er svo
bar undir, fyr en góðu hófi gegndi. Meiri hluti fóðurs-
ins, er kýrnar fjengu, var hálinur, og lítið eitt af heyi.
Fóðurbæti fjengu þær þá engan, og rófur munu þcim
heldur eigi hafa verið gcfnar, enda mjólkuðu þær lítið.
Það þótti gott, ef kýr komust þá í 8—10 potta nyt á
dag um eða eptir burð. Tilraunir með kynbætur voru
þá svo að segja óþekktar. Tíðast fylgdu bændur þcirri
reglu, að setja á kvígukálfa undau betri mjóikurkúnum,
en um val á nautum var alls ekkert hugsað. Um þær