Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 33
83
koma á fót mjólkurbúum og selja smjör. En aptur á
móti hafa önnur lagt áherzluna á að ala upp nautgripi
til sölu, ýmist innanlands eða utanlands.
Mjög hefur nautpeningi fjöigað í Danmiirk á þess-
ari öld.
Tala nautgripa var þessi:
1837 voru þeir alls í landinu 854,175
1861 — —-— 1,118,774
1871 — —-— 1,238,897
1881 — —-— 1,470,078
Frá 1837—1881 hefur nautpeningi fjölgað um ná-
lægt 72 °/0. Framförin að fjölguninni til er því mikil,
ekki sízt þegar þess er gætt, að öll meðferð hefur einn-
ig batnað að sama skapi, bæði að fóðri og hirðing.
Lcngi var það samt, að menn voru eigi á eitt sáttir,
að því er kynbæturnar snerti. Sumir töldu óhugsandi,
að bæta kynið með skcpnuin þeim, cr í landinu voru,
en töldu allt komið undir því, að fá kynbótagripi að
í'rá öðrum stöðum. Voru þá, eins og áður er á vikið,
gjörðar allumfangsmiklar tilraunir með að flytja inn
stuttbyrnda kynið, eða blanda því hið heima alda kyn.
Einnig voru gjörðar tilraunir tii kynbóta ineð skcpnum
af iiollenzka-kylúnu, „Ayrslnríl-kyninu, „Angleríl-kyninu,
og I7erse?/-kyninu. En viðleitni manna, að bæta kynið
á þennan hátt, mistókst mjög að flestu leyti. Eitt af
því, er studdi mjög að þossu, var það, að bctri incðfcrð
og hirðing á nautpeningnum var alls eigi samfara þess-
um tilraunum. Pað var með öðrum orðum gjört lítið
eða ekkert til þess, að skepnunum gæti liðið vel; með-
ferðin bjelzt lengi að mestu óbreytt. Pessar kyn-
bóta-tilraunir, sem þannig misheppnuðust, tálmuðu að
mun framförum nautpeningsræktarinnar framan af, eða
til þess menn urðu meir sammála um, hvað gjöra bæri
3