Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 35

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 35
35 or, eins og nafnið bendir til, rautt að lit, stórt og ít- urskapað. Stunduin eru kýr af því kyni hvítar á kviðn- um og júgrinu. Að þyngd er kyn þetta lifandi 900—1000 pund að meðaltali. Kýr af þessu kyni mjólka mjög vol, og jafnast fáar kýr á við þær í því. Meðalkýrnyt ertal- in að vera 6500—7000 pd. (3250—3500 pottar) yfirár- ið. Ea sjeu taldar með kvígur að fyrsta kálfi og geld- mjólkar kýr, mun meðal-ársnyt til jafnaðar 4500—5000 pd. — Eigi allfáar kýr af þessu kyni nijólka um 8000 pd. uin árið, og hinar beztu 10,000—12,000 pd. Mjólk- in er einnig fremur feit. Sem meðaltal af 425 kúm á Fjóni var fcitiofni mjólkurinnar 3,42 °/0 til jafnaðar, sem svarar því að 1 pd. smjörs fáist úr 261/* pd. mjólk- ur. Hið danska rauða kyn cr vafalaust citthvcrt hið fcgursta í sinni röð, og hver einstök skepna nauða-lík annari. t>að er eins og það sje allt steypt í sama mót- inu. Það má fara bæ frá bæ, og fjós úr fjósi, og naumast verður annað sagt, en að alstaðar komi hið sama í ljós, sami litur, sömu einkenni, sami skapnaður og s. frv. En fóðrið, sem þessum skepnum er gefið, er bæði mikið og gott. Mestur hluti þess eru rófur og kröptugt fóður. Hver kýr fær að jafnaði 40—60 pd. af rófum 5 —10 pd. af olíukökum, mjölhrati, höfrum og s. frv., og hey og hálm eptir því som þær vilja. Áður en jeg skilst við hið rauða danska kyn, vil jcg loyfa mjer að setja hjer töflu yfir þunga á nokkr- um kúm á Fjóni, sem eru af þcssu kyni, og mjólk úr þcim. Taflan er frá árinu 1895, og getur um beztu kýrnar, sem þar eru. Hún lítur út þannig: 3*

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.