Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 36
Tala kúnna Meðalþyngd Arsnyt
3 1084 pd. 9440 pd.
5 1114 - 8934 —
4 1068 — 7962 —
5 970 — 8657 —-
5 1044 — 9748 —
5 1007 — 10274 —
Á Jótlandi cru nú 3 nautgrípakyn, og hvert þoirra
töluvert útbreitt. E>au eru þossi: Józka-kyniö, rauða
danslca kynið og stutthyrnda kynið. Józka kynið er þó
þeirra almennast. Eptir skýrslum frá 1893 voru þar
þá 7146 undaneldisnaut af józku kyni, 1392 af rauða
danska kyninu, og 855 af stutt.hyrnda kyninu. Auk
þess voru þar 953 þarfanaut af ýmsum öðrum kynjuin,
svo sem hollenzku kyni, Ayrshire kyninu, og s. frv.
Józka kynið er eptir þessu 68 °/0, þá er miðað cr
við nautatöluna þetta ár. Flestir eru gripirnir af þossu
kyni mislitir, svartskjöldóttir, fagurskapaðir, en tölu-
vert mismunandi að stærð eptir meðferð, uppeldi, og s.
frv. Þeir vega lifandi, 800—1200 pd. að jafnaði. Með-
alkýrnyt józka kynsins um árið er talin að vera,3000
4000 pd. Pund af smjöri fæst úr 27—28 pd. mjólkur.
Yfir liöfuð er það mjög misjafnt, hversu mikið kýr af
þessu kyni mjólka. Sem dæmi skal þess getið, að á
einu stórbúi á Norður-Jótlandi (Ellcœr) var meðalkýr-
nyt árið 1895—96, 6115 pd. og smjörið úr mjólk hverr-
ar kýr að jafnaði 229 pd. Dæmi eru til, að undan
kúnni hafi fengizt 462 pd. af smjöri um árið, og þar
næst 454 pd. — Fóðrið, sem geíið er, er mjög mismun-
andi að vöxtum og gæðum. Þar, sem mcðferðin cr
góð, er dagsfóðrið vanalega þetta: 40—50 pd. af róf-
um, 4—8 pd. af kjarnfóðri, 4—6 pd. af heyi, og svo
hálmur, eptir því sem kýrin vill jeta. — Á Ellcœr var