Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 37
37
kúnuiu gefið á dag að jafnaði 50 pd.af rófum (turnips),
8 pd. af heyi, 6 pd. af kjarnfóðri, og svo hálmur.
Þegar iniðað er við Jótland í heild sinni, og ekki
tekið til greina einstakt kyn nautgripa, telst svo til,
að meðalkýrnyt sje 4000—5000 pd. um árið.
1 sambandi við það, sem þegar er tekið fram, vil
jeg stuttlega minnast á kúabúið hjá skólastjóranum við
lýðhússkólann í AsJcov á Jótlandi. í fjósinu eru um 30
nautgripir alls, af þeim 12—14 kýr. Bezta kýrin, sem
er nú 14 eða 15 vetra, hafði, er jeg var þar á ferð,
mjólkað um síðustu 10 árin til jafnaðar 10,000 pd. um
árið. Eitt árið mjólkaði húu 15,000 pd. Yanalega
kemst hún í 60—66 pd. (30—33 potta) á dag eptir
burð. Hún er um 900 pd. að þyngd. Árið 1897—98
mjólkaði hún 12, 565 pd., og smjörið undan henni var
462 pd. — Undan henni voru 6 kýr í fjósinu, hver
annari fallegri. Hin eizta af þeim hefur mjólkað 9000
pund til jafnaðar um árið, síðan henni var fullfarið
fram. Eitt árið mjólkaði hún 10,200 pd. Hún er stór
og einkar-vel vaxin; hún vegur um 1200 pd. Eptir
burð kemst hún i 40—44 pd. (20—22 potta) á dag.
Af smjöri fæst 1 pd. úr 27 pd. mjólkur. — Allar mæðg-
urnar eru rauðar að lit, og ættaðar frá Sljesvík. Fóð-
ur þeirra um daginn var 50 pd. af rófum, 8—12 pd.
kjarnfóðurs, og auk þess hey og hálmur.
Hin síðustu 12— 15 ár hafa framfarir landbúnaðar-
ins í Danmörk verið stórstígari og atkvæðameiri, en
þær hafa verið nokkru siuui áður. Á þessum árum
hefur nautgriparæktinni íicygt áfram, mjólkurbúunum
fjölgað, og smjörframleiðslan margfaldazt. Einnig hef-
ur svínaræktin tckið stórum umbótum á þessum árum;
bæði hefur þeim fjölgað og moðforð þeirra batnað.
Þotta þrennt: nautpeningsræktin, smjörframleiðslan og