Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 49
49
þau. Landslagið er fagurt og sveítarlegt, áruar breið-
ar, bugðóttar og straumlitlar; með fram þeim grænar
grassljettur, tún og akrar, með skógum á bak við. Iiús-
in standa á víð og dreif með fram ánum ogvötnunuui;
ilest eru þau fremur lág, einloptuð.
Þegar lengra dregur frá ánum til beggja hliða, er
jarðvcgurinn grýttur og hrjóstugur, en þó allur skógi
vaxinn niður að sjó og alla leið langt norður á Lapp-
mörk. Hinar mörgu eyjar í Iíelsingjabotni eru líka
skógi vaxnar. Skógarnir eru mestmegnis barrtrje og
birki, og einnig elri niðri við strendurnar og á eyjun-
um. Inni í skógunum liggja víða stórir mýrarilákar,
vötn og valllendi; sumstaðar eru þar unnin stórvirkiað
framræsiu.
Járnbraut liggur alla leið frá Stokkhólmi norður
á Lappmörk til Malmberget, sem er skamrnt fyrir norð-
an Odlivare. Margar ár cru skipgongar og á skipum
má fara alla leið cptir Holsingjabotni með ströuduin
fram.
Skógarhöggið hefur til skamms tíma verið aðalat-
vinnugrein landsins, en á síðari árum hafa ýms fjelög
og auðmenn rekið þessa atvinuu, og liefur það leitt til
þess, að bændumhcfur orðið æ erfiðara að gcta haft þaun
hagnað af honni, sem þeir þurftu að hafa og höfðu áð-
ur haft. Hagur bændanna fór þess vegna smá-versu-
andi. Bankarnir lánuðu peninga, meðan nokkurt veð
var að fá. Jarðrækt öll var fremur lítilfjörleg. Afurð-
irnar voru lítið annað en hey, og varð bændunum það
á, eins og víða annarstaðar hefur brunnið við, að fara
mcð heyið og selja það í borgirnar og kauptúnin. Af
þessu fóru jarðirnar í meiri og mciri órækt. Þess
þarf varla að geta, að í þessu haíi vcrið margar und-
antekningar. í hverju hjoraði hafa allt af vcrið nokkr-
4