Búnaðarrit - 01.01.1900, Qupperneq 54
64
Lappmörk er sbipt í þrjú bclti eptir landslagi og
gróðri; neðan til er skógarbeltið, þá vatnabeitið og
mýrlendisbelti, og nyrzt fjallabeltið. í skógabeltinu er
aðalbyggðin. Atvinnuvegirnir oru skógarhögg, námugröpt-
ur, veiði i vötnum og ám og fuglaveiði. Landbúnaður
hefur verið Jítill fram að þessuin tíma, en er nú óð-
um að aukast, og hið sama á sjer stað með garðrækt-
ina. Við hverja járnbrautarstöð er dáiítill skrautgarð-
ur með ýmsum blómjurtum og runnum.
í Gellivare, sem er um 10 mílur fyrirnorðanheim-
skautsbauginn, á auðmaðurinn Bergmann ófursti stóran
skrautgarð. Auðvitað hefur sá garður kostað mjög mik-
ið, en með honum hefur líka fengizt rejmsla fyrir, að
ýmislegt getur vaxið þar, sem áður þótti ekki takandi
í mál að rækta svo norðarlega. í garðinum eru marg-
ir og stórir vermireitir og gróðrarskálar. Þegar jeg
kom þangað sumarið 1897, voru þessar matjurtir rækt-
aðar í garðinum á bersvæði: kartöílur, gulrætur, ertur,
blómkál, sellerí, skalotlaukur og rhabarber. Það, sem
þar hefur rcynzt harðgjörvast af trjám og runnum i
þeim garði, er: popidus treniula (ösp), sorbas aucuparia
(reyniviður), prunus padus, caragana arborescens, loni-
cera tartarica (geitblað), syringa josikœa, spirea sorbifol-
ia og s. opidifolia og ribes rubrum (ribs). A grasíiötun-
um í garðinum vex „timothe“ mjög vel, en á túnum
þar í bænum ber mest á snarrótar puntinum, enda segja
þeir, sem svo norðarlega búa í Lappmörk, að hann sjc
bezta grasið, sem þeir rækti.
í Gellivare og annarstaðar í Lappmörk jafnnorð-
arlega er lítil akuryrkja; bygg þróast þar þó, en ekki
hafrar eða rúgur. Hafrar eru samt talsvert ræktaðir
og slcgnir grænir og hirtir eins og hcy.
Norðurbotnar hafa til skamms tíma verið langt á