Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 60

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 60
60 lægri en árið áður, eða um 55 þús., og koma því 33 a. á dagsverk; fjelagatala cr hin sama og árið áður. Apt- urkippur þessi virðist einkum koma niður á suður- amtinu; framan af hefur það enda fullan helming allra dagsverka, en árið 1898 eru hlutföllin sem næst því, að suðuramtið hefir 42, vesturamtið 22, norðuramtið 33 og austuramtið 3 af hverjum 100 dagverkum. Síðasta árið, som skýrslur eru fyrir eða árið 1899, er eins og verá ber dagsverkatalan langhæst; heita má, að eitt dagsverk komi á mann, eða um 72 þús., og koma þá um 25 a. af búnaðarstyrknum á dagsverkið. Fjelögin eru og flest þetta síðasta árið, alls nú 114. Fjelagafjölgunin lcernur einkum fram í austuramtinu. Petta síðasta ár verður norðuramtið aptur úr í sam- keppninni; dagsverkafjöldinn stendur þar að kalla í stað; tiltölulega sækir austuramtið sig bezt, tvöfaldar dags- verkafjölda sinn, svo þau eru þar yfir 3000 að tölu. Þetta stutta yfirlit nægir til þess að sýna, að styrknum er vel varið, og samhljóða vitnisburð mætti fá um það úr öllum hlutum landsins, að jarðabæturnar mundu hafa verið hálfu minni, ef eigi væri þessi upp- örvun. Á síðasta þingi var lítið amazt við þessari fjár- vciting. Hitt kom nokkuð til tals, þó ckki í þingræð- um, að búnaðarfjclagastyrkurinn gengi til Búnaðarfje- lags landsins, sem aptur miðlaði smærri fjelögunum. Stjórn Búuaðarfjelags íslands ljeði eigi máls á því, cndá eru það óþarfa-vafningar, meðan upphæðinni er varið til vinnustyrks. Jeg fyrir mitt leyti álít eigirjett, að þingið fari frain á breytingu, on bíði átekta, að bún- aðarfjclögin sjálf kunni að óska, að annar mælikvarði sjo lagður fyrir úthlutuninni en dagsverkafjöldi liðins árs. Það er eigi efamál, að stórum margbreyttari bún- aðarfjelagsskapur kemur smám saman upp á meðal

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.