Búnaðarrit - 01.01.1900, Blaðsíða 61
6Í
bæDda. Grein Sigurðar Sigurðssonar frá Langholti um
nautgriparæktunina í Danmörku, sem prentuð cr hjer
að framan, getur gefið bendingar um það, að hverju
slíkur nýr fjelagsskapur muni stefna. Gömlu búnaðar-
fjelögin geta haldið nöfnum, svæðum, stjórnum og enda
lögum, en verkefnin verða að ýmsu leyti ný, og þá
koma upp nýjar kröfur um fjárstyrk og nýr mælikvarði
fyrir fjárveitingum af almannafje.
Þingið siðasta samþykkti nokkrar breytingar á
skilyrðunum við styrkveitingu til búnaðarfjelaga; en all-
ar voru breytingarnar smávægilegar og tæpast nauð-
synlegar, og rjett hefði verið, úr því við því var hrcift.,
að bæta við safnhúsunum, sem ekki fjengu að standa
lengur en milli þinganna 1891 og 1893; fátt er þó verð-
launaverðara en bætt meðferð áburðarins. 1 annan stað
virðist ástæða að taka til greina lægri varnargarða,
en nú er krafizt, ef ofan á þá er bætt gaddavír.
Búnatfarslcólarnir eru með næststærstu upphæð
á fjárlögunum, sínar 2,500 kr. hver þeirra, eða allir 4
samtals 10,000 kr. Fjárveitiug sú var hin sama og
að undanförnu. Það var alls engu vikið að búnaðar-
skólunum í neðri deild í fyrra surnar, en í efri deild
lýsti framsögumaður fjárlaganefndarinnar (Sigurður Stef-
ánsson) því yfir, að margur væri sáróánægður mcð bún-
aðarskólana. Enginn fór að útlista, í hverju þossi ó-
ánægja væri fólgin og enginn mótmælti henni heldur,
og annað verður oigi grætt á umræðunum á síðasta
þingi um búnaðarskólana Búnaðarfjelag íslands hcfur
engin afskipti af búnaðarskólunum, en búnaðarþingið
kemst scnnilega þó ekki hjá því, að taka þá til íhug-