Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 70

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 70
70 Beykjavík. Eyfirðingar standa þar miklu betur að vígi, enda hafa þeir hjá sjer ötulasta búnaðarfrömuðinn, sem vjer íslendingar eiguin nú sem stendur, Pál amtmann Briern. Það hlýtur annars að fara að draga að þvi, að lög- gjöfin taki sig til að vernda skógarleifarnar á þjóðeign- um? Enn eru til sannir skógarníðingar sumstaðar á opinberum eignum. Lögin frá síðasta þingi um friðun á HaUormsstaðaslcó/ji fara í þá átt. 1 sambandi við gróðrartilraunastöðina mætti minn- ast á 1000 kr. fjárveitinguna hvort árið til Sefáns kcnn- ara Stefánssonar á Möðruvöllum til að rannsalca fóður- jurtir og beitijurtir. Veiting þessi er í svo góðumhöndum, að búast má við gagnsamlegum árangri, og mun Bún- aðarritið væntanlega síðar færa lesendum sínum frjett- ir um það. í annan stað er vert að geta 1000 kr. fjárveitingar þ. á. til kapteins Ryders til tilrauna við slcóyarrælct hjer á landi. Honum er að þakka skóg- ræktin, sem sett er á fót á Þingvöllum og á Grund í Eyjafirði. Búnaðarfjelagið danska óskar, að Búnaðarfje- lag landsins leysi sig af hólmi með umsjón og fram- hald á skógræktartilraunum Byders, og kemur mál það fyrir næsta búnaðarþing. Trjáræktarstöðin á Ak- ureyri er aptur á móti fósturbarn amtsráðsins nyrðra. Töluvert hefur nú umskipazt, síðan Sæmundur hcitinn Eyjólfsson var rödd hrópandans í eyðimörku. Allmiklu af fjárveitingunni til Ryders er varið til ferða dansks skógfræðings um landið; mun hann nú (í júnímán.) vera í Norðurlandi, og eiga þá .vorir skóg- ræktarmenn, þeir Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum nyrðra og Einar garðyrkjumaður Helgason hjer syðra, kost á að fræðast af honum, um leið og þeir fræða hann um staðháttu vora.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.