Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 71
71
Ilúsagjörð. Bnn er ein alveg sjerstök fjárveiting
síðasta þings, sem vitanlega stendur ckki nema óbein-
línis í sambandi við landbúnaðinn, en maklegt er þó
að geta, þar sem þingið gaf búnaðarfjelagi landsins til-
lögurjett um meðferð fjárins; það er 3000 kr. fjárveit-
ingin til rannsökna á byggingarefnum landsins og leið-
beiningar í húsagjörð. Landshöfðingi hefur eptir tillög-
nm búnaðarfjelagsins valið til þess starfa ingeníör Sig-
urð Pjehirsson-, dvelur han þetta árið lengst af erlend-
is, en næsta ár gengur mest til ferðalaga hjer á
landi. Hann hafði utan með sjer sýnishorn af þeim efnum
hjeðan, er hann hugði að mestu sldpti að rannsaka.
Sigurður Pjetursson var frá upphafi hugsaður til þessa
starfa af Guðmundi lækni Hannessyni, er kom þessu á
skrið, og stjórn búnaðarfjelagsins er sannfærð um, að
enginn sje líklegri að vinna landinu eitthvað til gagns
í þessari grein en Sigurður; sjerstaklega er ástæða til
að ætla, að hann kunni að sníða stakk eptir vexti.
Enginn getur neitað því, að hin brýnasta þörf var að
royna eitthvað til bóta. Þegar verk Sigurðar Pjeturs-
sonar er komið lengra á leið, mun Búnaðarritið flytja
skýrslur hans og tillögur.
Ýmislegt. Allmargt er það í löggjöf þingsins síð-
asta, sem í einhverju sambandi stendur við landbúnað-
inn; geta mætti þannig til lofs þess ákvæðis í fjárlög-
unum, að stjórninni er gjört heimilt að verja allt að
helmingi afgjalda þjóðjarða í hvcrju umboði um sig til
þcss að láta gjöra umbœtur og breytingar á leiguliúsum
þjóðjarða, þégar leiguliðinn leggurfram að minnsta kosti
þriðjung kostnaðarins. Á hinn bóginn væriástæða að geta
tii árnælis niðurskurðar þingsins á frumvarpinu um