Búnaðarrit - 01.01.1900, Qupperneq 73
73
eptir og leggja hana á metin, jiegar skamtað verður á
næstu fjárlögum til landbúnaðarins.
Stofnfje sjóðsins er andvirði seldra þjóðjarða síðan
1883, er nemur 144,000 kr. Af þessu fje standa um
60,000 kr. enn inni í hinum seldu jörðum, og 30,000
eru komin út til jarðabótalána á fjárhagstímabilinu
1898—99. Hitt verður að greiðast úr viðlagasjóði. Nú
ánafnaði síðasta þing 30,000 kr. til jard'abótalána handa
sveitafjelögum. Pau lán hefur enn eigi verið hægt að
veita, fremur en önnur lán fjárlaganna, en þar sem lög-
in um Ræktunarsjóðinn eru staðfest og sjóðurinn verð-
ur stofnaður, hljóta jarðabótalánin að koma til fram-
kvæmda á fjárhagstímabilinu, hvað sem öðrum lands-
sjóðslánum líður.
Stofnfjenu skal varið til lánveitinga til jarðabóta
og annara framkvæmda, er að jarðrækt lúta. Fram-
sögumaður landbúnaðarnefndarinnar í þessu máli, Olaf-
ur Bríem, skýrði það svo, að hjer væri eigi að eins að
ræða um ræktun á jörðum í eiginleguin skilningi, hcld-
ur einnig á sináblottum, matjurtagörðum o. s. frv.
Sömuleiðis kvað hann það liafa vakað fyrir nefndinni,
að veita mætti lán til að kaupa stærri áhöld. Enn
fremur má eptir lögunum verja vöxtunum til verðlauna
fyrir frábæran dugaað í jarðabótum, að því leyti, sem
þcim er eigi varið til að auka stofnfje sjóðsins. Lands-
höfðingi liefur stjórn sjóðsins á hendi, en leitar álits
Búnaðarfjelags íslands um lánveitingar og verðlauna-
veitingar.
Svo taldist til, að fjárupphæð sú, er sjóðurinn gæti
haft árlcga til umráða til útlána nú fyrst um sinn, væri
10,000 kr., og þá gjört ráð fyrir, að 30,000 kr. væru
komnar út til jarðabótalána samkvæmt heimild fjárlag-
anna. Það ákvæði laganna, að andvirði þjóðjarða, er