Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 6
2
BÚNAÐARRIT.
aðar, stóðum vér ekki feti framar forfeðrum vorum á
söguöldirmi, og að sumu ieyti tæplega þeim jafnfætis.
Ef spurt er um það, hvort þau áhöld, sem vér nú
alment notum, séu yflr höfuð hagkvæm og samboðin
því menningarstigi, sem vér stöndum á, eða þykjumst
standa á, þá verð eg fyrir mitt ieyti að svara því neit-
andi; og svo mun flestum fara, ef þeir athuga málið
rækilega.
Það iitla, sem vér höfum af algengum búnaðará-
höldum til heimilisstarfa og segja má urn að séu hag-
kvæm að gerð og sniðin eftir þörfunum, er flest arfur
frá eldri tírnum. Vér höfum hinsvegar lítið gert til
umbóta á eldri áhaldagerð, og alt of litið að því, að taka
upp ný áhöld og nýjar vinnuaðferðir, og þó verður nú
sú aðalástæða með hverju ári sterkari, sem erlendis hefir
knúð menn til sliks — verkafólksskorturinn.
Eins og búnaðarhættir vorir yfir höfuð að miklu
leyti enn í dag byggjast á gömlum erfðavenjum, en ekki
rannsókn og þekkingu, eins má með fuilum rétti segja
um þetta eina atriði, áhaldanotkun og vinnuaðferðir, að
gömul venja heflr þar til skamms tima haft óskorað
einveldi, og er því ekki að furða, þótt umbæturnar hafi
verið seinfara. Það hefir jafnan verið viðkvæðið, ef um
það hefir verið að ræða, að taka hér upp einhver ný
vinnuáhöld, að það „ætti ekki við“ búnaðarhætti vora,
altaf verið gengið út frá því, að þeir ættu ekki og mættu
ekki breytast, en sem betur fer er nú þessi blinda venju-
trú óðum að hverfa.
Eg hef um nokkur undanfarin ár haft tækifæri til
að sjá það af eigin reynslu, að hér má mjög mikið spara
mannsaflið og auka vinnumagnið með hentugum áhöld-
um, og eg þykist mega fullyða, að það megi teijast eitt
af hirium aiira þýðingarmestú skilyrðum fyrir verulegum
búnaðarframförum hjá oss, að bændur geti aflað sér
ýmsra hentugra vinnuiéttisáhalda og lært að nota þau.
Þær breytingar á búnaðarháttum vorum, sem nauð-