Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 8
4
BÚNAÐARRIT.
jurnar kept rnikið um léttleikann. Af þessu leiðir, að mikið
er boðið fram af áhöldum, sem eru of lótt til þess að
geta komið að fullum notum, og ennfremur eru mörg
þessara áhalda altof veik og því endingarlítil, nema efnið
sé þvi betra. En mjög misjafnlega er til þess vandað,
þvi jafnframt og verksmiðjurnai- keppa um léttleikann, er
líka kept um verðið, og verður það oft á kostnað traust-
leikans. Léttleiki áhaldanna er því ekki einhlítur; um
leið verður að leggja áherzlu á, að efnið sé gott og smíði
vandað. Fari notkun akverkfæra að ná útbreiðslu hér,
er afar áriðandi að vera vandur í valinu, því fé, sem
varið er til að kaupa illa gerð og óvönduð verkfæri, er
alveg á glæ kastað, og um leið og það er skaði fyrir
einstaldinginn, sem verður fyrir sliku, hefir það ill og
hindrandi áhrif á út.breiðslu verkfæra yiir höfuð, ef
margir verða fyrir slíkum óhöppum, og er því nauðsyn-
Jegt, að gera alt sem unt er til þess, að reyna að koma
í veg fyvir slíkt.
Af allskonar akverkfærum handa bændum er nú
boðinn fram mesti sægur mismunandi tegunda, og er
margt af því mjög mismunandi að gæðum. Valið er
þvi ekki vandalaust, og örðugt að dæma um, hvað öðru
tekur fram, og ómögulegt til hiítar um sumt af stærri
og margbrotnari verkfærum, nema með þvi að reyna þau,
enda er nú mikið að því gert víða erlendis, að hafa op-
inberar prófanir á verkfærum, og hafa þær alstaðar gert
mjög mikið gagn.
í Sviþjóð eru slíkar prófanir gerðar árlega, og hvergi
á Norðurlöndum munu þær vera jafn-fullkomnar sem
þar. Fer alnient mikið orð af þvi, hvað prófanirnar á
Ultuna og Alnarp eru gerðar með mikilli nákvæmni
og strangleika.
í Danmörku eru einnig að öðru hvoru gerðar próf-
anir á ýmsum verkfærum, og síðan 1893 hefir ríkisþing-
ið veitt all-ríflegan styrk til þeirra, en framkvæmdina
liefir danska I.andbúnaðarfélagið annast. Er það alment