Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 9
BÚNAÐARRIT. 5
viðurkent þar, að þessar prófanir hafi mikið gagn unnið
í aukinni útbreiðslu hentugra og vandaðra verkfæra, og
hinsvegar með því, að hefta útbreiðslu þess, sem miður
var vandað.
í Noregi hefir einnig mjög mikið kapp verið lagt
á ítarlegar verkfæraprófanir, og reynslan orðið hin sama.
Það eru ekki að eins kaupendur, sem hafa gagn af
slikum prófunum, heldur einnig verksmiðjur og verk-
færasalar, sem flestir hafa verið fljótir til að skilja þýð-
ingu þeirra og færa sér þær í nyt. Eru þeir flestir ó
sparir á, að láta prófa verkfæri sín, og keppast við, að
bæta úr þeim göllum, sem prófanir þessar leiða i ljós,
að minsta kosti þeir, sem nokkur dugur er i. Hinir
gefast upp sjálfrátt, og er engum eftirsjá í þeim.
Þessar verkfæraprófanir i nágrannalöndunum geta
verið oss mjög mikið til leiðbeiningar við verktærakaup.
Einhlítar eru þær samt ekki, því vér höfum hér oft. ólík
verkefni þeim, er þar koma. alment til greina, og höfum
því sérstakar kröfur að gera. Nauðsynlegt verðui' því,
að próía hér ýmislegt aí verkfærum, og skai eg vikja
að því síðar.
Þá skal eg nú fara nokkrum orðum urn þau verk-
færi, sem vér þurfum helzt að hafa, og iæt eg mér að
þessu sinni nægja, að minnast á þau ein, er ætluð eru
til hestdráttar, og má skifta þeim í 3 flokka.
1. Jarðyrkjuáhðld.
Af jarðyrkjuáhöldum ber að sjálfsögðu íyrst að telja
það verkfærið, sem með réttu má segja um, að notkun
þess er skilyrði fyrir allri verulegri jarðrækt. Þetta verk-
færi er: plógurinn. Umbótaviðleitni sú, sem smám
saman hefir aukist með vaxandi þekkingu, hefir breytt
þessu verkfæri smátt og smátt úr boginni trjágrein,
sem var hin elzta mynd hans, í það afbragðs-verkfæri,
sem hann nú er orðinn og hefir lengi verið. Lengi
lram eftir öldum var hlutverk plógsins að eins að losa