Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 11
BÚNAÐARRIT.
og kemur það í veg fyrir, að gras grói aftur upp á milli
plógstrengjanna, og fúnar þá grasrótin fyr og jafnar.
En slíkir hnífar þyngja allmjög dráttinn og verður því
að liaga sér eftir ástæðum moð notkun þeirra.
Skerinn, sem ristir undir plógstrenginn, er ýmist úr
stáli, steypujárni eða smíðajárni. Beztir eru þeir úr stáli.
Steyptir skerar eru brothættir og þola illa grýttan
jarðveg. Á sumum amerískum plógum má fá skerana
eftir vild úr stáli eða steypta. Þessir steyptu skerar eru
úr sérstöku hörðu og seigu steypujárni, og eru þeiv
venjulega a/i ódýrari en stálskerarnir. Gott er að skera-
oddurinn sé sérstakur og þannig gerður, að honum megi
snúa við, eftir því sem slitnar, og endurnýja ef þarf, því
oddinum er liættast við að bila. Samskeyti á skera og*
veltifjöl þurfa að falia sem allra bezt, hækkunin að vera
jafn-liðandi — ekki skörp beygja, þar sem skeri og velti-
fjöl koma saman -— og brúnirnar þurfa að falla vel.
Moldverinö (veltifjölin) er afar-mismunandi að gevð á
hinum ýmsu tegundum plóga, enda verður gerð þess að
fara eftir því, hvers konar jarðvegi plógunum er sérstaklega
ætlað að vinna á, og eftir því verða menn svo að fara
við kaup á plógum. Það, sem einkum hefir þýðingu
fyrir oss, er að fá þá plóga, sem snúa sem bezt við
plógstrengnum, enda þótt hann sé þunnur. Því tak-
markið, sem stefna verður að við piægingu á þýfi með
grasrót, er það, að plógurinn leggi strenginn alveg flatan,
svo grasrótin snúi niður, og má þá vinna jörðina með
grunngengum herfum, einkum að vorinu á klaka, og
iáta grasrótina liggja kyrra, þangað til hún er orðin fúin.
Þessu verður erfitt að ná til fulls með plóg i stóru þýfi,
en því nær þessu takmarki sem komist verður, því
betra. — Hvaða moldverpislögun að þessu ieyti hentar
bezt, þarf að leita fyrir sér um með plógaprófunum, og
ætti Bún.fél. ísl. að gangast fyrir því. —
Effir því sem eg hef átt kost á að sjá eða reyna,
tel ég þá moldverpisgerð bezta, sem að nokkru leyti