Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 12
8
BÚNAÐARRIT.
sameinar skiúfuvindingslagið og sívalningslagið, og betri
en hvora þessa gerð út af fyrir sig. Þó sá eg í vetur
moldverpi með reglulegri sívalningslögun, sem mór þykir
mjög líklegt að sé mjög vel fallið til þúfnaplægingar.
Er þessi gerð á plógum frá Rudolph Sachs, Leipzig Plag-
wits. flestir stórir og of þungir fyrir íslenzka hesta; en
þó má fá frá þessari verksmiðju smærri lausa plógboli.
Má þá annað hvort smiða við þá eða setja þá á
annan plógás.
Þá er það mjög þýðingarmikið, að efnið i sjálfu
moldverpinu sé gott, og að ytra borðið sé vel hart og
gljáfágað; loðir þá vot og seig jörð siður við moldverpið.
og plógurinn vinnur miklu betur og verður léttari í
® drætti.
Asinn þarf að vera vel sterkur og hælilega langur.
Með löngum ás er drátturinn stöðugri, en líka þyngri ;
hæfilegt er 3—4 fet. Fyrir plægingu á þýfi er ekki hent-
ugt að mjög lágt sé undir fremri enda ássins frá jörð,
— hættir við að rekast i stórar þúfur.
Beizlið á ásnurn framanverðum getur verið mjög
mismunandi að gerð, og er hór ekki rúm til, að fara
frekar út í það; en sérstaklega vil eg benda á, að við-
plægingu á þýfi getur oft verið hentugt, að plógurinn
sé „lausbeizlaður“, það er, að beizlið sé fest að eins r
endann á ásnum með einum bolta, og geti gefið eftir
upp og niður. Reyndar er þetta rnjög sjaldgæft á plógum
nú orðið. og getur því verið, að örðugt verði að fá plóga,
þar sem svona er um búið, og er þá ekki vandinn annar,
en að búa til aukabeizli, til að nota við þúfnaplægingu,
og taka þá hitt af.
Á mörgum plógum er haft hjól á ásnum til að
marka þykt plógstrengsins; er það hentugt á sléttlendi,
einkum fyrir óæfða plógmenn; veitir þeim þá léttara, að
plægja jafn-djúpt; en þá er samt mjög áríðandi, að
plógurínn sé rétt, stiltur; annars verður hann þungur í
drætti.