Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 13
BÚNAÐARRIT.
9
Þegai' plægðar eru þúfur, þá verður að taka hjólið
burtu; er þá oft örðugt, að stilla þessa plóga. Þeini
hættir við, að sækja of djúpt, enda þótt þeír séu stiltir
svo grunt, sem frekast er til ætlast. Yerður þá annað
hvort að hleypa beizlinu alveg niður fyrir ásendann, eða
á annan hátt að laga beizlið eða ásinn, þangað til plóg-
Urinn ræsir hæfilega djúpt.
Hér hefir nú verið bent iauslega á það allra helzta,
er veita þarf athygli við sérstaka hluta plógsins. Auð-
vitað er mörgu slept, sem talsverða þýðingu heflr, en
hjá því er ekki hægt að komast í slíkri ritgerð sem
þessari.
Plógar eru mjög misþungir i drætti, þó svipaðir séu
að stærð og efnisþyngd Er það einkum lögun plógsins,
sem mestu ræður um það. Þegar grunt er plægt, sést
oft litill munur á dráttarþunga plóga, sem þó eru all-
ólíkir að því leyti; en þegar farið er að auka dýptina,
kemur mismunurinn oft snögglega i Ijós. Sem dæmi
má nefna það, að við plógaprófun í Danmöru fyrir nokkr-
um árum reyndist mismunur á dráttarþunga mjög lítill,
eí plægt var 5" djúpt, en á 6" dýpt var mismunuriun
t. d. á „Sachs Universalplov11 og jóskum plógum með
bröttu moldverpi 109 pd. Dráttarþungi Sachs plóganna
var 133 pd., en jósku plóganna 242 pd. Af þessu má
sjá, að mismunuriun getur verið allmikill, þó hann
komi ekki í ljós i grunnri plægingu meðan fyrirstaðan
á moldverpinu er ekki orðin veruleg. Af þessu má
einnig sjá, að þó það sé sannað, að einhver plógur sé
öðrum fremur léttur í drætti við grunna sléttlendis-
plægingu, þá er alls ekki vist, að sami plógur sé léttari
í drætti í þúfum, því þar verður ekki komist hjá, að
plægja alldjúpt með köflum.
Eins og getið er hér að framan, verður að leggja
aðaláherzluna á það, ef velja skal plóg til þúfnaplæginga,
að hann geti snúið sem bezt við, og má þá ekki gera
alt of miklar kröfur tii þess, að plógurinn sé léttur (að