Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 14
10
BÚNAÐARRIT.
vigt). Léttir og efnislitlir plógar geta aldrei unnið veru-
lega vel í þýfi, og oft getur verið hagkvæmara, að veija
heldur stærri plóg og beita 3 hestum fyrir.
Plóga verðum vér líkiega að mestu leyti að kaupa
fráútlöndum, því þó að plógar þeir, sem hér hafa verið
smiðaðir, séu að mörgu leyti góðir plógar, þá verða þeir
að jafnaði dýrari en jafngóðir eða betri útlendir plógar,
og hæpið að smiðir vorir geti kept um verðið við út-
lendar verksmiðjur, þótt það í sjálfu sér væri æskilegt,
að vér gætum bæði í þessu og öðru verið sjálfbjarga.
Af útlendum plógum, sein eg skoðaði á ferð minni
í vetur, líst mér bezt á sænsku Arvika-plógana. Tók eg
nokkra af þeim heim með mér, og hafa þeir reynst
mjög vel. Plógar þessir eru með glerhörðu, gljáfægðu
moldverpi, vinna vei og eru léttir i drætti og vandaðir
að smiði ogefni, og enn fremur afar-ódýrir eftir gæðum.
Plógar þessir eru smíðaðir i mörgum stærðum; þær
sem hér rnunu reynast hæfilegar eru: Nr. 10. og 11.
Vegur sá fyrri 80 pd., en hinn 90 pd. Verð plóganna
er i innkaupi 26 og 28 kr. Einka-útsölu á þeim hefir
Kullberg & Co., Katrineholm.
Af dönskum plógum eru óefað Praugde-plógarnir
beztir (frá A. Jacobsen, Fraugde pr. Marslev), en þeir eru
mun dýrari en Arvika plógarnir — kosta 40 kr. af sömu
stærð og Arvika nr. 11.
Margir verkfærasalar hafa á boðstólum litla og létta
pióga, sem kosta frá 20—30 kr.; en varhugavert er að
kaupa þessa smáplóga með máluðu moldverpi; efnið er
oftast ekki gott, og margir slíkir plógar of léttir og of
veikir; en sé hyggilega keypt, má fá góða plóga fyrir
sama verð og hina; hinsvegar ekki hyggilegt, að setja
fyrir sig dálítinn verðmun, ef vissa er fyrir, að annar
er miklu betri. Yfir höfuð ættu menn við öll verkfæra-
kaup að hafa þá reglu í huga, að það bezta verður
ávalt ódýrast, en elcki það ódýrasta bezt.