Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 18
14
BÚNAÐARRIT.
að vera mjög vandlega stiltar, svo að þær nái laginu
aftur, þó að þær réttist upp snöggvast, ef þær rekast í
stein eða aðra fasta fyrirstöðu. Það er því eins og áður
er sagt mjög áríðandi, að fjaðrirnar séu úr góðu efni og
þær séu tryggilega festar í herfisgrindina, svo þær geti
eigi raskast.
Herfing á nýplægju með þessum herfum er bezt
að fari fram að vorinu, þegar jörð er að þiðna; byrja þá
að herfa þegar 3—4 þuml. dýpt er orðin niður að klaka
og stilla þá herfin hæfilega eftir því, og herfa yfirborðið
sem vandlegast; endurtaka svo herfinguna þegar betur
þiðnar og láta þá fjaðrirnar fylgja klakanum. Með þessu
móti má fá yfirborðið vel myldið.
Tindaherfi. Af tindaherfum er um að velja mesta
íjölda af ólíkri gerð. Margt af þeim er hér kunnugt, og
misjafnt hafa þau reynst og engin vel á grasrót. Auð-
vitað eiu þau sum hentug til margra starfa, en þó geta
fjaðraherfin að flestu leyti komið í staðinn, en vinna á
grasrót miklu betur. Grunngeng tindaherfi getur verið
gott að hafa til að hylja með hafra eða annað slíkt á
sáðlandi. Úurfa þau þá að vera stór, svo þau taki yfir
sem mest í einu. Gengur þá verkið fljótar, herfin ganga
stilltara og jafnaia — yfirborðsherfi í tveim pörtum, sem
ganga samhliða og eru þannig útbúin, að breyta má
stefnu tindanna með þar til gerðri vogstöng, þannig að
þeir geta hallast fram eða aftur eftir vild; og þegar
flytja þaif herfið, má leggja tindana alveg flata.
Herfi þessi fást hjá flestum verkfæraseljendum. Hjá
Kullberg & Co., Katrineholm, kosta þau 50 kr. Má einnig
fá einföid herfi (annan partinn) fyrir 25 kr., og er það
nægilegt þar sem notkunin er litil.
Fleiri tegundir af herfum geta naumlega haft veru-
lega þýðingu hér að svo stöddu, nema hlekkjaherfi til
ávinnslu á túnum. I3au eru einkar hentug og nauðsynieg
verkfæri alstaðar þar sem tún eru nokkurn veginn slétt.