Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 19
BÚNAÐARRIT.
15
Eru heríi þessi þegar orðin kunn hér allvíða, og virðist
því eigi ástæða til að minnast frekar á þau hér.
Valtarar. Þessi verkfæri eru einkum ætluð til þess,
að þétta yfirborðið og þjappa saman moldinni til þess
að hún haldi betur rakanum, varna því að moldin
fjúki, sé hún laus og þur, og til að gera yfirborðið slétt
og jafnt. Þar sem sáðrækt er stunduð til muna, eru
þessi verkfæri ómissandi. Aftnr á móti hefir verið álitið
að þeirra væri lítt þörf hér á landi, eða yiði eigi komið
við, nema þar sem fengist er við sáðrækt til muna, t. d.
hafra og fóðurrófur; en mér þykir miklar líkur til, að
valtarar, einkum hringvaltarar, gætu orðið notaðir hér
mjög víða með góðum árangii, ekki að eins við sáðrækt,
heidur einnig við vanalega þúfnasléttun, og til þess að
laga gamlar ójafnar sléttur og ennfremur haida við ný-
geiðum sléttum fyrstu árin — varna því að þær verði
hnúskóttar. Þetta, að varna þvi að sléttur verði ójafnar,
þýfist aftur, er mjög mikilsvert mál, ekki sízt með tilliti
til væntanlegrar vaxandi notkunar á sláttuvólum til
túnsiáttar.
Yaltarar eru ýmist slóttir eða með ójöfnu yfiiborði.
Slóttir valtarar eru oft gerðir úr tré, þannig, að búinn er
til holur sívalningur úr plönkum, með sterkum botnum,
sem í eru festir ásar, sem leika á hólkum, er festir eru
á grind þá, sem sivainingurinn á að snúast innan í. Á
henni eru kjálkar eins og á vagni, og hesti beitt fyrir.
Ódýran valtara má búa til á þann hátt, að taka tóma
tjöi utunnu, slá af svigana og setja járngjarðir í staðinn
vel sterkar, og helzt setja sterka botna úr plönkum í
baða enda og ás í gegnum þá. Á þessa ása má svo
festa kjálka þá, er valtarinn er dreginn á. Auðvitað
þai f að þyngja þennan valtara, þegar hann er notaður, og
er það bezt með því, að láta i hann sand, þangað til
hann þykir hæfilega þungur. Sandinn má svo taka úr
horium aftur þegar vill. Slíkir valtarar sem þessir eru
mjög ódýrir; getur hver sæmilega búhagur maður smíðað