Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 20
BÚNAÐARRIT.
16
þá; og þíir sem kerra er til eða sleði með kjálkum, má
komast hjá að smíða kjálkana, og brúka á valtarann
kjálka frá sleða eða kerru (einkum frá sleða).
Eg gat þess hér að framan, að líklegt væri, að
notkun valtara gæti orðið að góðu liði við venjulega
þúfnaslóttun, og einkum til slíks mætti bjargast við
þessa heimagerðu ódýru valtara. Notkun valtaranna við
þúfnasléttun á að vera sú, að þegar búið er að plægja
og herfa flagið og bera undir (áburðinn á að herfa
grunt niöur); þá ætti að fara með valtarann yflr og
þjappa moldinni sem bezt saman áður en þakið er, og
mun reynslan sýna, að sléttur, sem þannig eru unnar
(ef plæging og þakning er í góðu lagi) endast betur en
ella. Enn fremur ætti á vorin, þegar klaki er að fara úr
jörð, og hún er hæfilega mjúk — ekki of blaut — að
valtra slétturnar. Sé þannig að farið, og þess vandlega
gætt fyrstu árin, að hnúskarnir fái ekki að reka upp
kollinn, ættu sléttur að geta orðið allvaranlegar á sæmi-
iega góðum jarðvegi.
Líklegt er að suinum þyki þakningin seiniegri,
þegar flagið er valtrað áður og fast undiv fæti, einkum
ef þökurnar eru misþykkar; en það verða menn að sætta
sig við, og er það vel tilvinnandi. Þessi agnúi kemur
líka að eins til greina, þegar sléttvaltari er brúkaður,
en ekki við notkun hringvaltara. Hringvaltarar eru
þannig gerðir, að steyptir járnhringir, með 12 þuml.
þvermálí venjulega og 2V2—3 þuml. þykt, eru settir á
járnás hver við annan, og fer áslengd og hringafjöldinn
eftir því, hvað valtarinn á að vera stór. Hver hringur
vegur venjulega 15 pd. — má því eftir hringafjöldanum
finna þyngd valtarans hér um bil. Reglulegir hring-
valtarar hafa hryggmyndaða hringrönd. Verður þá lægð
i milli hverra tveggja hringa jafnstór og eins löguð og
hringröndin. Af þessu leiðir, að yfirborðið verður lausara
og opnara en eftir sléttvaltara. Valtarar þessir mylja
Hka vel köggia og smáhnausa nm leið og þeir þrýsta