Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 21
BÚNAÐARRIT.
17
aaman. Ekki er gott að brúka þessa valtara á votri jörð,
því þá fyllast bilin milli hringrandanna, og valtarinn
vinnur þá ver.
Betra er það afbrigði hringvaltara, sem kallað er
Cambridge-valtari. Þar er annarhvor hringur með hrygg-
myndaðri rönd, en flatari en á reglulegum hringvaltara,
og allþykkir. Á milli þeirra koma svo þunnir hringir með
tentri rönd og snúast þeir um ásinn, en hinir eru fastir
á ásnum. Af þessu leiðir, að hringarnir haldast hreinir,
þó jörðin sé vot. Þessir valtarar myija lika betur og
taka næmari tökum á hnúskum og köglum. Það er
þessi tegund valtara, sem eg tel líklegt að sé mjög vel
fallin til þess, að laga gamlar hnúskóttar þaksléttur og
gera þær vélfærar, og þarf að gera ítarlegar tilraunir
með það. Reynist nú svo, að þessir valtarar geti orðið
að liði, þurfa þeir, sem hingað yrðu keyptir, að vera
þannig útbúnir, að auðvelt sé að taka alla hringi af
ásnum, þegar flytja þarf valtarana milli bæja, t. d. ef
fleiri eiga saman, sem gera mætti ráð fyrir, og eru
engin vandkvæði á því, að fá þá þannig útbúna. Slétt-
valtarar geta aldrei unnið verulegt gagn til að jafna
gamlar sléttur, vegna þess, að séu þeir gerðir úr tré,
verða þeir að vera minst 18 þuml. að þvermáh, til þess
að fá hæfilega þyngd, og þó ná þeir ekki nógu næmum
tökum á hnúskum og ójöfnum. Til þess þarf einmitt
þungan valtara með litlu þvermáli, og heizt ekki sléttu
yfirborði, því við það, að jarðvegurinn þrýstist saman,
þarf grasrótin að ýfast og opnasl, til þess að saman-
þrýstingin ekki verði til ógagns fyrir grasvöxtinn; en
einmitt með notkun Cambridge valtarans mundi talsvert
vinnast að þessu leyti til bóta fyrir grasvöxtinn. Áburð-
urinn gengur betur ofan í, þegar rótin er laus og opin,
síður hætt við mosa m. m., og hagkvæmast er, að
þetta vinnist einmitt um leið og hitt, að fá siétturnar
jafnari.
Odýrasta valtara af þessari gerð, og af hæfilegri
2