Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 22
18
BÚNAÐAKRIT.
stærð til notkuuar hér, hygg eg vera lija þeim Portefee
Bahnson & Co. (Helmerhus 4 & 12) í Kaupmannahöfn.
Þar kosta valtarar fyrir einn hest 40 kr. Eru þeir
með 25 hringum og vega um 400 pd. Léttari mega
þeir tæplega vera, ef þeir eiga að koma að gagni á
gömlum sléttum, og varla heldur til annarar notkunar.
Valtarar af þessari stærð eru ekki of þungir fyrir einn
íslenzkan hest. Dráttarátak fyrir valtara er: fyrir slótt-
.vaitara 15—209/o af þyngd þeirra, á Cambridge-valtara
20 —25°/0, og er af því auðséð, að þessir framan nefndu
eru ekki of þungir.
Eg get ekki still mig um að geta þess hér, að
það verður að virðast hátf-óviðfeldið á þessum framfara-
og nýjungatímum, að ekki er hægt að vita neitt með
vissu, hve mikið átaksþol íslenzku hestanna er, í sam-
anburði við það, sem erlendis er talið. Tíðar verkfæra-
prófanir með þar til heyrandi átaksmælingum hafa þar
leitt í ljós, hvað telja má hæfilegt átak, miðað við stærð
og þyngd hestanna. —í Danmörku er 160 pd. átak fyrir
hest af meðalslærð talið hæfilegt meðalátak við
plægingu (hraðinn þá talinn 2V2 fet á sekúndu, en sé
hraðinn 3 fet, má átakið ekki vera nema 120 pd.). —
Með tilliti til notkunar hentugra akverkfæra hér væri
mjög æskilegt, að geta við og við haft verkfæraprófanir
með átaksmælingu, og ekki væri óskemtilegt, að geta
slegið því föstu með slikum mælingum, sem allnr likur
benda til, að hestarnir okkar — ef vel er með þá farið —
hafa meira átaksþol eftir stærð en útlendir hestar.
Þá skal hér síðast af þessum flokki verkfæra að
eins minst á eitt, sem liklegt. er að hér gæti orðið að
gagni. Verkfæri þetta er ætlað til þess, að skera af
strjálar þúfur og hnúska á engjum, og kalla JJanir það
„Eugli0vl“. Hefir það verið notað þar allvíða með góð-
um árangri, og kemur mér í hug, að sumstaðar kynni
að haga svo til, að þetta verkfæri gæti reynst hentugt
til að laga engjar, sem eru því nær sléttar, en með