Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 23
BÚNAÐARRIT.
19
þúfnanöbbum hingað og þangað, sem gera það að verk-
um, að ekki verður komið við siáttuvél. Fyrir verk-
færi þetta er beitt hestum. Hvergi gat eg í vetur á
ferð minni fengið að sjá þetta verkfæri, þar sem eg fór
um, og skal því þess vegna ekki lýst hér; en líklegt
þykir mér, að það væri reynandi hér, eftir því sem af
því er látið í Danmörku, en hlutverkið er hér það sama.
2. Hcyskapar-áhöld.
Ekki verður það með tölum talið, hvert gagn að
því mætti verða, að hentugum áhöldum yrði komið við
til þess, að flýta heyskapnum hjá oss og draga úr
kostnaðinum við hann. Því miður getur þetta nú ekki
enn þá orðið verulega alment, en ailvíða má því þó
við koma nú þegar, og hinsvegar smátt og smátt búa
í háginn til þess, að hægt verði að koma slikum á-
höldum við. Af heyskapar áhöldum skal þá fyrst og
fremst minst á:
Sláttuvélar. Þótt sláttuvélar séu nú smíðaðar í
mörgum tegundum, eru þær hver annari líkar—byggjast
í sömu meginreglu (telja menn frumhugmyndina fundna
af enskum presti, Patric Bell, árið 1826), og eru þvi
aðalpartarnir hinir sömu; mismunurinn mestur í blaða-
lögun og blaðafjölda, hreyfi- og hraðaskiftingu, lyftingar-
útbúnaði o. s. frv.
Gerð sláttuvéla er alment sú, að stærstu aðal-
paitcrnir eru draghjól og járngrind sú, sem hreyfi-
partarnir eru viðfestir. í gegnum grindina að aítan
gengur ásinn, sem draghjólin snúast á. Vélgrindin
með hjólum er því ekki ósvipuð vagni. Innan við
vinstra draghjól er venjulega fest tannhjól — mismun-
andi stórt á hinum ýmsu tegundum véla — þetta tann-
hjól verkar aftur á annað tannhjól, sem þar er fyrir
aftan, og þetta hjól síðan á litið tannhjól, sem er í
iögun eins og keilustúfur og fest er á aftari enda á ás,
sem liggur í áslegi í vinstri hlið vélgrindarinnar, horn-
2*