Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 24
20
BÚNAÐARRIT.
rétt fram frá hjólásnum. Á fremri enda þessa áss, þar
sem hann kemur fram úr vélgrindinni, er fsst lítið steypt
hjól, og í það er —út við umgerð þess — festur dálítill
stálásbútur sem sveif.
Frá hægra horni vélgrindarinnar að neðan gengur
grasgreiða hornrétt út til hægri handar. Grasgreiða þessi
er járnbakki flatur, allsterkur, og eruáhann festartenn-
ur greiðunnar, og er fjöldi þeirra talsvert breytilegur, en
gerðin annars mjög lík. Þessar tennur er tvöfaldar, upp
í þær klofið að aftan frá og fram að oddi, sem oftar er
1—2 þuml. langur, óklofinn. Neðri hluti tannarinnar er
svo festur á bakkann að neðan, en efri klofningurinn er
stuttur og nær ekki nema aftur að bakkanum. Hann er líka
bæði miklu mjórri og þynnri. Aftan við enda hans er
stallur þvert yfir og niður í tönnina. Öt frá þessum stalli
eru stuttir endar, sem standa út til beggja hliða og mæta
samskonar endum á næstu tönnum. Þetta kemur í veg
fyrir að tennurnar raskist til hliðar. Aftan við stallinn,
er nefndur var, myndast nú milli hans og bakkabrúnar-
innar nokkurskonar gróp. í þessu grópi hleypur Ijábakk-
inn, sem er flatur stálteinn, x/2 X V*" eða þar um bil að
gildleika og jafnlangur greiðuuni. Á honum ofanverðum
eru ijáblöðin negld. Þau eru þríhyrningsmynduð og jafn-
mörg og tennur greiðunnar. Eru þau þétt hvert við annað
að ofan, en vegna lögunar þeirra verður millibilið milli
þeirra að framan (framan við bakka) álíka stórt og sjálft
blaðið. Við innri enda ljábakkans er fest sveifarstöngin,
og snýst annar endi hennar um litla ásbútinn á
sveifluhjólinu á ásendanum á vinstra horni vélgrindar-
innar. Þegar vélinni er ekið við slátt, verka tannhjólin
eins og áöur er sagt á þann ás. Á honum er sveifluhjól-
ið fast, fyigir því snúningi hans og hreifir við það sveifar-
stöngina fram og aftur, en hún aftur ijáinn. Rennur þá
Ijábakkinn í grópinu og blöðin milli klofninganna í tönn-
um greiðunnar fast við neðri hluta tannanna. Er þar
oftast á tönnunum hert stálplata með hvassri egg. Klippa