Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 25
BÚNAÐARRIT.
21
þá blöðin grasið við þessar plötur. Á bakka greiðunnar
eru með nokkuru millibili festir smá járnhakar, sem halda
ijábakkanum niðri í grópinu, svo blöðin falli altaf þétt
að plötunum á greiðutönnunum. Þegar slegið er með
vél, hreifast blöðin altaf með geysi-hraða gegnum tenn-
urnar og klippa grasið af. En tennurnar greiða grasið og
skifta því jafnt milli blaðanna. Mikið er undir því kom-
ið, að ijárinn hreifist jafnt og liðugt, og skal síðar bent á,
hvað sérstaklega þarf að taka til greina í því efni. Slag-
lengdin, þ. e. vegalengd sú, sem hvert blað fer við háifan
snúning sveifarhjóls, er dáiítið mismunandi á einstökum
tegundum sláttuvéla, eftir því hvað greiðan er gistent,
en venjan er sú, að allar sláttuvélar, sem eingöngu eru
ætlaðar fyrir gras, hafa það sem kallað er „stutt slag“.
Hvert blað fer yflr eitt tannbil. „Langt slag“, yflr tvö
tannbil, tíðkast nú orðið að eins á sjálfbindurum. Ef
slaglengd og tannabil greiðunnar er í réttu hiutfalli, þá
falla oddar blaðanna nákvæmlega saman við oddinn á
tönnunum, þegar sveifluhjólið er í kyrstöðu. Lengd
greiðunnar er mismunandi, venjulega frá 3 til 5 fet,
og er vélin að nokkru leyti eftir því létt eða þung
í drætti. Eineykisvélar hafa oftast 3—31/2 feta greiðu.
Sá, sem vélinni stýrir við siáttinn, situr á þar til gerðu
sæti á vélinni og stýrir þaðan hestum og vél. Getur
hann með þar til gerðum lyftistöngum, sem festar eru
á véiina hægra megin, ráðið nærslægju hennar, og lyft
ljánum yflr hindranir ef þarf. Einnig má þaðan ná til
sambandshandfangsins; en með því er ijárinn settur úr
eða í hreifingu.
Þó þessi lýsing sé stutt og ófuilkomin, þá vænti eg
að hún nægi til þess, að gefa þeim, sem ekki hafa séð
sláttuvél, dálitla hugmynd um, hvernig hún lítur út, og
að við það verði skiljanlegra það sem hér fer á eftir.
Að sjálfsögðu er hér fljótt farið yfir, en þó bent á það
helzta, og verður ekki í þetta sinn öðru við komið.