Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 26
22
BÚNAÐARRIT.
Helztu kröfur, sem alment ber að gera til góðra
sláttuvéla, eru þessar:
1. Að tannhjól til hraðaskiftingar séu sem fæst
og ekki mjög lítil. Má því út af fyrir sig telja það kost,
þegar hraðaskiftingin er gerð með keðju af stærra á
minna hjói. Við það verður vélin léttari í drætti, en
hins vegar er hætt við, að það só ekki jafn-traust og
tannhjólin.
2. Að ljáhraðinn só nógu mikiil. Á sumum vélum
er ijáhraðinn breytanlegur, og er það að vissu leyti gott.
Má þá auka hraðann, þegar þétt og lint gras er slegið,
og við það mega hestarnir ganga hægara. Aftur nægir
minni hraði á engjum, þar sem stargresi er. Er þá
hlifð fyrir vélina að minka ijáhraðann. Hve mikill Ijá-
hraðinn er á einhverri vél, má sjá með því, að athuga,
hve marga snúninga sveifluhjólið fer, meðan draghjólin
fara einn; en hraði draghjólanna fer auðvitað eftir því,
hve hratt er ekið.
3. Að viðtenging greiðunnar við vólina sé vel
traust.
4. Að samtenging á sveiflustöng og ljá sé hagkvæm.
Kúlusamtenging er bezt, því að kúlan slitnar jafnar en
annar venjulegur umbúnaður.
5. Að á bakka greiðunnar séu nógu margar ljá-
klemmur með löngum slitfleti, og að þær sóu færan-
legar fram og aftur.
6. Að hægt sé að lyfta greiðunni fljótt og létti-
lega og nógu hátt með þar til gerðum lyftistöngum yfir
hindranir, er verða kunna fyrir í slægjunni. Sérstaklega
má telja kost, að greiðan lyftist hátt, þegar notaður er
sá greiðulyftir, sem gerður er til þess, að stíga á með
fætinum.
7. Að vélin gangi lótt og hljóðlega. Til þess að
gera vélarnar léttari í drætti, er meir og meir tíðkað,
einkum á ameriskum vélum, að láta ásana snúast í
keflahólkum eða kúlukólkum. Léttir það dráttinn mikið