Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 27
BÚNAÐARRJT.
23
— dregur úr snúningsmótstöðunni á ásunum — og er
því sá umbúnaður til bóta.
8. Þá má séistaklega teija það sem aðal skilyrði
fyrir notkun sláttuvéla hér á landi á túnum og harð-
velli, að þær geti slegið nógu nærri rót. Á mýrlendi
geta líklega allar vélar slegið nógu nærri með venju-
legum greiðum, en fyrir tún og harðvelli þarf sérstakar
greiður.
Þetta síðast taida, nærslægja vélanna, skal nú tekið
til frekari athugunar, því á því atriði einu veltur að
miklu leyti nothæfi vélanna hér.
Eins og af framan sögðu er auðskilið, er það þyktin
á tönnum greiðunnar, sem mestu ræður um það, hvað
sláttuvél getur slegið nærri rót. Yenjulega eru tennur
þessar um 1 þuml. á þykt, og er það of mikið til þess,
að vélin slái nógu vel á róthörðu túni. Nú var það
eitt af því, sem eg í vetur í ferð minni erlendis vildi
fá gerðar breytingar á, og hafa nú vélar með þynnri
tönnum verið sendar hingað til reynslu, og hefir skýrsla
um þá prófan verið birt i Frey og Búnaðarritinu.
Yerksmiðjur erlendis eru ekki fúsar á, að gera
verulegar breytingar á vélum sinum, sízt þær breytingar,
sem ekki eiga við nema að eins hér á landi; en vonin
um sölu hingað tiltölulega lítil. Þó voru að þessu sinni
sendar 3 tegundir véla með nýrri greiðugerð — tennur
Va þuml. á þykt. Fjórðu vélina til prófunarinnar sendi
útsölumaður þeirrar vélar í Rvk., kaupm. B. H. Bjarnason.
Af skýrslu dómnefndarinnar er kunnugt, hvei’nig
þessar vélar reyndust. Þó finst mér ástæða til þess, að
taka hér fram nokkur atriði til skýringar.
Dómnefndin lýsir í aðal-dráttunum vélum þessum,
einkum Ijá og greiðu; en hún hefir gleymt að geta_þess,
að Jjárinn í „Adriance" er að því leyti öðru vísi en
vanalega gerist, að bl'óðin eru negld neðan á bakkann.
Eru því tennurnar jafn þykkar fremst sem aftast. Þetta
flnst mér vert að geta um, því mér þykir líklegt, að