Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 29
BÚNAÐARRIT.
25
ars vantar frekari reynslu fyrir þessu og fleiru, og er
vonandi að þessar 3‘ nýju vélar verði keyptar og not-
aðar, og fæst þá reynsla um þetta til hlítar.
Á ýmsum vélum hefir það við reynsluna komið í
ljós, að greiðunni hættir við að lyftast að framan — og
fylgja illa rót — ef grasið er þétt. Þetta stafar einkum
af því, að með venjulegri gerð véla er Ijárinn fyrir
framan hjólin, og engin bein samtenging frá átakspúnkt-
inum á dráttarstönginni til greiðunnar. Greiðan með
ljánum ýtist því áfram, en dregst ekki. Yið það verður
núningsmótstaðan frá grassverðinum mest á aftari og
neðri rönd greiðubakkans. Hættir greiðunni þvi fremur
við að lyftast að framan. Henni er einnig hætt við
að skekkjast. Til þess að bæta úr þessu hafa verið
búnar til vélar, sem hafa Ijáinn fyrir aftan hjólin (Bagsnits-
maskiner). Þetta bætir að vísu úr galla þeim, er eg nefndi,
en hinsvegar er sá ókostur við þessa gerð, að sláttu-
maður verður að horfa til hliðar, til þess að sjá hvað
ljánum líður, ef ekki er svo slétt og Ijáþýtt, að aka megi
vélinni hyklaust beint af augum. Ennfremur er með þessu
fyrirkomulagi fremur hætt við slysi, ef sláttumaður dett-
ur af vélinni.
Betra er þvi það ráð, sem tekið hefir verið upp á
ýmsum vélum í seinni tið, að láta járnstöng liggja frá
átakspúnktinum (hemilfestunni) á dráttarstönginni beint í
innri enda greiðunnar.
Að festa átaksjafna á sláttuvélar er mikið til bóta,
hlífir bæði hestum og vél við snöggum kippum t. d.
ef greiðan rekst í, sem oft kemur fyrir, þegar slegið er
nærri rót.
Um nothæfi sláttuvéla hór á landi hefir verið all-
mikið talað og ritað, einkum á þessu ári. Hafa sumar
blaðagreinar um það mál borið vott um litla trú á gengi
*) 1 af vélunum, sem reyndar voru, mun hafa verið eign Jarð-
rsektarféiags Reykjavíkur.
#