Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 30
26
BÚNAÐARRIT.
•
vélanna, og er það að vísu eðlilegt; en hyggilegra og affara-
sælla verður jafnan, að leita sér sem beztrar þekkíngar
á ókunnum nýjungum, en að fella áfellisdóm að óreyndu.
Reynsla flestra þeirra inanna, er þegar hafa fengið
sér sláttuvélar, hefir einmitt orðið sú, að þær hafa komið
að góðum notum, og getur þó betur orðið með áður-
nefndum breytingum. Hinsvegar hafa þó nokkrir þeirra,
er fengið hafa vélar, gefist upp við að nota þær, og
kvartað um að þær hafi ekki getað komið að gagni. Ekki
er það vélunum að kenna, þótt slíkt komi fyrir, heldur
kaupendunum, sem ekki athuga nógu vandlega, hver
skilyrði fyrir hendi eru, og hvað til þess Utheimtist, að
vélarnar geti komið að notum; enda hefir leiðbeiningar
vantað. Alllíklegt er samt, að sumstaðar hafi verið um
að kenna að nokkru leyti vankunnáttu í meðferð vélanna.
Eins og það er nauðsynlegt fyrir hvern þann, sem
notað getur slátt.uvél, að fá sór hana, eins er hitt líka
varhugavert, að hlaupa til slíkra kaupa í fljótræði, án
þess að hafa áður lagt niður fyrir sér allar ástæður
sem rækilegast.
Það sem hver sá, er kaupa vill sláttuvél, fyrst og
fremst þarf að athuga er þetta:
1. Að land það, sem véiinni er ætlað að siá, sé vel
slétt — einkum þegar um tUn eða harðvelli er að ræða,
— og fremur grasgefið.
2. Hversu mikið af vélfæru landi er til umráða.
Hve mikið verkefni þarf að hafa fyrir vélina fer eftir því,
hvað annars mundi kosta að slá landið með Ijá. Yólin
þarf að geta unnið fyrir rentum og afborgun af verði
sínu og fyrir viðhaldskostnaði. Sé hægt að láta vélina
vinna fult gagn vikutíma á sumrin, næst þetta og
meira til. Skal hór sett kæmi til skýringar.
Eg geri ráð fyrir að vélin, komin heim ti) kaup-
andans, kosti kr. 200,00 og að hUn endist ekki nema
10 ár. Verður þá kostnaðurinn fyrsta árið að reiknast
þannig: