Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 31
BÚNAÐARRIT.
27
1. Afborgun og vextir af verðinu . . kr. 30,00
2. Til viðhalds........................— 5,00
Sé unnið í viku með vólinni kemur
ennfremur:
3. Hestaleiga (2 hesta í 6 daga) . . — 12,00
4. Aktygjaleiga........................— 3,00
5. Kaup sláttumanns fán fæðis) ... — 18.00
Kr. 68,00
Að slá túndagsláttu með ljá hygg eg að telja
megi — eftir því sem kaupafólki nú er goldið — að kosti
4 kr. fyrir utan fæði. Með vélinni verður slegið á viku
að minsta kosti 24 dagsláttur og gerir það kr. 96,00.
Hagnaður við vélina verður þá 28 kr., og þó er ekki
reiknaður neitt sá hagur, sem af því leiðir, að túnið er
slegið á styttri tíma en annars, og háin sprettur fljótar
og betur, ef tvíslá skai.
3. Að kynnast sem bezt gerð og notkun sláttuvóla
er nauðsynlegt fyrir hvern þann, er hefir í hyggju að
kaupa vél. Yanræksla á því getur orðið dýr.
Á mýrlendi, þar sem er gljúp mosarót, má slá á-
gætlega vel með vól, þó grasvöxtur sé litill, jafnvel hvað
snögt sem vera skal, og yflr höfuð útheimtist þá ekki
annað, en að landið só slétt (einstöku smáþúfur á strjál-
ingi koma ekki að sök) og fært hestum. Sé landið rót-
slæmt, gæti verið reynandi, að láta hestana ganga á
þrúgum.
Þar sem mosi er mjög mikill oggljúpur, getur verið
hentúgra að velja vél með keðjuiyfti, til þess að geta
látið greiðuna liggja hátt, fyrir því sem hjólin sökkva í
mosann; en sjaldan munu þó vera svo mikil brögð að
þessu, að ekki dugi að stilla dragskóna. Eru þeir gerðir
færanlegir upp og niður, og ef þeim er hleypt niður eins
og unt er, halda þeir tönnunum á lofti.
Um meðferð sláttuvéla væri ef til vill ástæða til að
rita allítarlega; en bæði er það, að til þess að kunna
vel að fara með sláttuvél, þurfa menn heizt að fá áður