Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 32
28
BÚNAÐARRÍT.
verklega æfingu og tilsögn hjá þeim, sem slíku eru vanir;
og hinsvegar gildir ekki alt hið sama um allar vólar, og
þarf því ýmislegt sérstakt að taka til greina við hverja
vél fyrir sig, og skal því að þessu sinni aðeins bent á
nokkur atriði, sem átt geta við allar sláttuvélar.
1. Allir hreifipartar þurfa að vera vel smurðir með
góðri olíu — sem ekki má vera mjög þunn, því þá er
hætt við, að allmikið af henni eyðist til ónýtis. — Þarf
að hafa tvist í öllum áburðarholum, sem ekki eru lok-
aðar með skrúfloki, eða á annan hátt svo um búið, að
ryk og óhreinindi geti ekki að þeim komist.
2. Ljánum og greiðunni þarf að halda vel hreinum.
fegar slegið er, þarf því við og við að taka ijáinn úr
greiðunni, og hreinsa hvorttveggja vel. Til þess að spara
sór fyrirhöfn við þetta, er gott að lyfta greiðunni úr
grasi við og við, þegar ekið er fyrir horn á teignum, en
láta þó ijáinn haldast í hreifingu nokkra snúninga.
3. Ef ljárinn teppist, er afar áriðandi, að stilla vélina
úr slætti (láta hjólin hætta að verka á ijáinn), áður en
farið er að aðgæta ijáinn. Er það nauðsynlegt til þess, að
koma í veg fyrir, að slys verði af, ef hestarnir hreifa sig
áfram, meðan verið er að losa ijáinn.
Bezt er að reisa svo greiðuna fyrst beint upp. Yið
það losast um Ijáinn. Síðan þarf að reyna að hreifa
sveifarstöngina með hendinni, þangað til alt er vel lið-
ugt,. Betra er, ef grasið er þétt, að aka vélinni litið eitt
aftur á bak, svo ljárinn sé búinn að fá hraða, áður en
hann kemur í grasið.
4. Yélinni á ekki að aka hraðara en nauðsynlegt er,
til þess að hún slái hreint, og helzt með svo jöfnum
hraða sem unt er.
5. Ljárinn þarf að bíta vel. Þegar hann er lagður
á, verður að varast að leggja ofmikið á odda blaðanna.
Blaðið þarf að halda sinni upphaflegu lögun. Til þess
að skerpa vélaljái eru bezt áhöld þau, sem sérstaklega
eru til þess ætluð. Kosta þau i innkaupi 22 kr. Ahöld