Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 33
BÚNAÐARRIT.
29 .
]>essi má einnig nota til að leggja á önnur verkfæri,
skerpa sagir o. fl. Annars má vel takast að leggja vóla-
ljái á hverfistein, helzt stiginn.
6. í hvert skifti, þegar hætt er að slá með vélinni,
á að taka Ijáinn úr, þurka hann vel upp og hreinsa greið-
una, bera Ijáinn í hús eða búa vel um á annan hátt, ef langt
er til bæjar. Að skilja vélina eftir í slægjunni með lján-
um 1, er ósiður, skemmir Ijáinn, og getur orðið að slysi.
7. Yeturgeymsla sláttuvélar verður bezt sú, að taka
vélina sundur, þegar slætti er lokið, hreinsa alla parta
hennar vandlega upp, og smyrja siðan alla ása, og sömu-
leiðis ijáinn, með femisolíu.* Yerður hún að hörðu lagi
utan á járninu og ver það alveg ryði. Bezt er svo að
geyma vólina á góðum stað ósamansetta. Þegar vólin
er aftur sett saman, þarf að nudda fernishúðina af ás-
unum, svo þeir verði vel liðugir og hálir. Þegar vélin
er geymd þannig, er miklu hægra að varna þvi, að hún
ryðgi. Við það að taka vélina sundur og setja saman
aftur, lærir eigandinn betur að þekkja hana og sjá, hvers
gæta þarf í meðferðinni, til þess að tryggja endingu
hennar sem bezt.
Dráttarþungi sléttuvéla fer að miklu leyti eftir
þyngd þeirra og Ijálengdinni. Samkvæmt útlendum til-
raunum er talið, að léttari vélar þurfi sem meðalátak
40—60 pd. á hvert fet skárabreiddar í þóttu grasi. —
Tæplega er ráðlegt, að gera vélarnar efnisléttari en þær
lóttbygðustu, sem nú eru boðnar fram til sölu, enda eru
þær lótt.ar í drætti fyrir 2 íslenzka hesta. Og þess vegna
er ekkert á móti því, að nota lengri ljái á engjum, en
hingað til hefir gert verið. 3 — 3Va feta ljálengd er
hæfileg til túnsláttar og á harðvelli, en á starengi
mætti nota 4—4^/s, og þarf þá að kaupa aukagreiðu
*) Betra er til þessa — að blanda saman tólg og línolíu, eða
þó einkum sérstakt efni, „Metaline“, ef það er fáanlegt; en
hér er gengið út frá þvi, að bjargast við það, sem liendinni
or næst.