Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 35
BÚNAÐARRIT.
31
von um sölu. Þó hafði eg fengið lofun á slíkum breyt-
ingum að lokum hjá einni verksmiðju, og átti sýnis-
horn að sendast í sumar er leið; en ekkert varð úr því.
En þó hef eg fengið ádrátt um, að þetta kunni að verða
gert á næsta ári.
Með því að svo lítil von er um nothæfi rakstrarvéla
hér — eins og þær alment tíðkast — skal þeim hér ekki
iýst, enda eru þær í sjálfu sér svo einfaldar að gerð, og
að því leyti auðnotaðar, að þess er ekki veruleg þörf.
Sú spurning virðist liggja nærri, hvort ekki sé hér
einmitt þörf á sérstakri gerð rakstrarvéla — er betur
gætu samsvarað þörfum vorum en þær útlendu og um
ieið gætu oiðið ódýrari og handhægari. Þessi spurn-
ing er einmitt íhugunarverð og úrlausnarverð.
Eg hefl með höndum uppástungu um nýja gerð
rakstrarvéla, sérstaklega ætlaða til rak^turs á votengi,
og hef eg í huga, ef ástæður leyfa, að koma henni í
framkvæmd þannig, að sýnishorn verði smíðað, til ptóf-
unar að sumri.
Eins og áður er tekið íram, geta útlendar rakstrar-
vélar án breytinga helzt komið hér til greina við sam-
anrakstur á flekkjum, og er það afarmikill verkflýtir,
þar sem um mikið er að gera. Ennfremur má að lík-
indum raka ljá með þeim, þar sem heyið er stórgerður
starungur og rótin hi'ein. Hæfilega stórar rakstrarvélar
fyrir 1 íslenzkan hest kosta 90—100 kr. Verkefnið þarf
þvi að vera allmikið, til þess að kaup á þeim svari kostn-
aði. — Við samanrakstur á flekkjum má mjög mikið
flýta fyrir með því, að ýta ofan af með borði, sem hesti
er beitt fyrir. Er það víða tíðkað norðanlands, og ætti að
vera gert allstaðar, þar sem við verður komið. Slíkur
útbúnaður kostar lítið, en getur oft unnið sama gagn og
dýr rakstrarvél.
Snúningsvélar (rifjunarvélar). Þessar vélar eru ætl-
aðar til þess að snúa flekkjum, losa um heyið og hiista
það sundur til þess að það njóti sem bezt þerris. Tvær