Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 37
BÚNAÐARRIT.
33
til þess að forkarnir geti gefið eftir. Hreifingin á þenn-
an bogna ás er fengin raeð tannhjólasambandi frá aðal-
hjólásnum — beygjurnar á ásnum og áfesting forkanna
gerir það að verkum, að þeir hreifast fram og aftur, en
ekki í hring, — eins og á ensku vélunum — enda vinna
þessar vélar betur.
Oaltavagnar. Yagnar þessir eru reyndar að eins
einföld trégrind — 2 hliðarásar tengdir saman með þver-
slám; eru þær með litlu millibili. Undir grindina eru
sett 3 pör af hjólum, undir báða enda og miðju — eru
þau venjulega ekki nema 10—12 þuml. að þver-
máli. Ofan á hliðarásana eru negldir plankar — sidn
á hvorn ás — eftir endilöngu, sem slúta út yfir hjólin,
til þess að varna því, að heyið hindri hreifingu hjólanna
þegar vagninn er nolaður.
Vagnar þessir eru notaðir við uppsæt.ingu í galta, þannig
að heyinu er áður rakað í múga með rakstrarvél, vagn-
inum er — með 1 hesti — svo ekið meðfram múgun-
um og heyinu hlaðið í galta á vagninn jafnóðum. Þegar
galtinn er fullbúinn, fara tveir menn fram fyrir vagninn
og ýta með heykvíslum á fremri enda galtans, en sá
þriðji ekur hestinum áfram. Ýtist þá galtinn í heilu lagi
aftur af vagninum, og þarf þá aðeins örlitið að snyrta
hann til á eftir. Til þess að auðvelt sé að ýta galtan-
um aftur af vagninum, þurfa allar þversiárnar að vera
sívalar að ofan, svo ekki standi við brúnirnar; bezt að
þær séu alveg sívalar og geti snúist á töppum i hliðar-
ásunum (nema fremsta og aftasta sláin). Þessir vagnar
þykja spara mjög mikið vinnuna, auðvitað þó einkum
þar sem snögt er. Á stórum engjateig, þar sem snögt er,
væru þeir reynandi hér, og má nota þá, þó ekki sé rakað
með rakstrarvéi, ef skipulega er flekkjað, flekkirnir í
beinum röbum. Ef flekkjum er svo rakað saman í múga,
verða þessir múgabútar í beinni stefnu hver fram af
öðrum, og er þá auðvelt að nota vagninn. Vagna þessa
má smíða fremur ódýra.
3