Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 38
34
BÚNAÐARRIT.
Úrhleðfthiáhöld. Svo nefni eg áhöld þau, sem not-
uð eru til að létta vinnuna og flýta fyrir við að „hlaða
úr heyi“ (láta niður) í hlöðu eða heystakk. Áhöld þessi
eru margskonar, og mikið notuð víða erlendis. Eru þau
öll þannig gerð, að notkun þeirra er miðuð við það, að
heyinu sé ekið á vögnum lausu inn í hlöðu, eða að
heystakki. Er þeim ætlað að tæma vagninn, ýmist í
stórum viskum, eða þá að taka alt heyhlassið upp í einu
lagi og láta á sinn stað. Við notkun þeirra er brúkað-
aður sami hesturinn, sem hafður er til að draga hey-
vagninn. Ekki geta áhöld þessi orðið hér að liði, svo
að neinu nemi, að minsta kosti ekki fyrst um sinn, og
skal þeim því ekki frekara lýst hér. En hins vegar væri
vert að taka til ihugunar, hvort ekki mætti víða með
lit.lum kostnaði, einnig hér, gera þessa vinnu léttari og
greiðari en alment gerist, og er það varla efa bundið að
að svo er. Hér skulu þó að þessu sinni engar tillögur
gerðar í þá átt, en gott væri að heyra íeynda og verk-
hyggna bændur láta i Ijósi álit sitt um það.
Þá eru nú hér flest þau hbyskaparáhöld talin, sem
hestum er beitt fyrir, og verður hinna smærri áhalda að
þessu sinni að engu getið. Væri ekki óþarft að minnast
sérstaklega á handverkfærin yfir höfuð, en það verður
að bíða.
3. Flutning8aktæri.
Til þessa flokks t.eljast vagnar, kerrur og sleðar.
Eru áhöld þessi hér allkunn orðin, og fer notkun þeirra
vaxandi ár frá ári, og þyift.i þó betur að vera.
Vagnanotkun er hj r oss að ýmsu leyti í ólagi, og
mætti um það rita alllangt mál, en hér skal þó aðeins
bent á það helzta í þetta sinn, enda er mér kunnugt
um, að ritgerð um það efni er í vændum.
Eineykisvaguar (kerrur) er sú tegund vagna, sem
hér er almennast notuð. Eineykisvagnar eru venjulega
með tveim hjólum — ogsvoerum þá sem hér tíðkast,—