Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 39
BÚNAÐARRIT.
35
og kjálkum til dráttar. Vagnar þessir eru einkarhent-
ugir til ýmsra starfa heima við og til flutninga á stuttri
vegalengd og yflr höfuð alstaðar þar, sem þeim verður
við komið, en torvelt þykir fyrir ferhjóiaða vagna.
Því hefir af ýmsum verið haldið fram, að vér ætt-
um að hætta við þessa eineykisvagna, en taka upp fer-
hjólaða vagna. Þetta er rétt að því er snertir flutning
á akvegum, en að öðru leyti verður hagkvæmast, að
halda sér við þessa venjulegu eineykisvagna. Þeir eru
léttvígari til smástarfa og hentugri á ógreiðum vegi.
Aftur á móti mætti ýmsu kippa í lag við notkun
þessara vagna, sem þeim hefir verið fundið til foráttu,
og tel eg þar fyrst og fremst drátt.inn. Að láta hestinn
draga á kjálkum er alls ekki heppilegt, eykur hestinum
óþægindi og dregur úr átakinu. Allir, sem með slíka
vagna hafa farið, kannast við það, að til þess að vagninn
rísi ekki of mikið, þegar ekið er á móti brekku, þarf að
hlaða vagninn fram. Sé nú þetta gert mjög mikið, hvíl-
ir óþarflega mikill þungi á baki hestsins, þegar ekið er
á jafnsléttu; að vísu má koma nokkuð í veg fyrir þetta
með því, að breyta hæð kjálkanna með ólum þeim, er
liggja frá bakbogunum í kjálkana og til þess eru ætlaðar.
Allir góðir ökumenn hafa líka gát á þessu, ef um langan
veg er að gera, en þar sem svo er, sem tiðast er við
vagnanotkun til sveita, að vegurinn breytist á stuttu
færi, er þessu ekki sint, vagninn spentur fyrir eins og
verkast vill, og alloftast hugsað um það eitt, að vagn-
inn sé nógu framþungur, svo að hann ekki rísi, ef uppí-
mótí er farið. Þetta gera menn at því, að þeir hafa
tekið eftir, að hestinum veitir örðugt að draga vagninn
á brekkuna, ef hann rís mikið (verður afturþungur); en
það stafar af því, að þungamiðja vagnsins raskast og þá
um leið átakspunkturinn, og átakslinan verður brotin við
við það, að kjálkarnir lyftast. Úr þessu má mikið bæta
með því, að láta vagninn ekki dragast á kjálkunum, held-
ur á taumum, og er það bezt á þann hátt, að festa
3*