Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 40
36
BÚNAÐARRIT.
stutthemil í íramanverða fremri slá kjálkanna, og láta
þaðan liggja dráttartauma fram í aktygin. Kjálkarnir
eiga þá að vera fastir við aktygin á þann hátt, að þeim
er stungið i ólarsmeyga, sem liggja niður frá bakbog-
anum niður í hringinn. Eiga kjáikaendarnir að geta hreifst
lítið eitt upp og niður í þessum smeygum. Um kjálka-
endana þarf að búa þannig í smeygunum, að þeir ekki
geti hlaupið of langt fram, þegar niður í móti er ekið.
Yið þennan umbúnað vinst það, að átakslínaji verður
ávalt bein, og átakið kemur því miklu betur að notum.
Ennfremur verða hestinum minni óþægindi af kjálkunum
á ósléttum vegi — minni högg.
Ennfremur má, til þess að hlifa hestinum við
snöggum kippum á ósléttum vegi, og til þess að létta
fyrir, þegar hesturinn byrjar að hreifa vagninn, festa
átaksjafna milli hemils og vagns. Er það nú alment
viðhaft erlendis og þykir til stórra bóta.
Þessir átaksjafnar (getur verið að iinna mætti betra
nafn) eru gormar úr vír, mismunandi stórir eftir því sem
við á. Innan í þeim er sterkur járnteinn, og er svo
umbúið, að gormurinn þrýstist saman við átakið, og rétt-
ir hann úr sér aftur, þegar átakið linast. Þessir átaks-
jafnai' eru notaðir með ýmsu móti, t. d. við tveggja hesta
æki, ýmist 1 í hverjum dragtaumsenda að aftan — eru
þeir þá litlir; minsta stærð sem búin er til — eða 2
stærri í milli stutthemla og langhemils, eða þá 1 stór
í langhemlinum. Samkvæmt þýzlcum tilraunum sparaðist
átak á sláttuvélum með stuttum stinnum átaksjafna um
7%>, en með löngum — meira teygjanlegum — 28°/o. Ný-
lega gerðar tilraunir í Danmörku hafa sýnt svipaðan ár-
angur.* Átaksjafna má nota við hverskonar akfæri, —
við plægingu á þýfl. mundu þeir óefað reynast hentugir,
* í vetur þegar eg var staddur í Höfn, var ekki búið að
gefa út skýrBlu um þessar tilraunir, en eg fékk að sjá skýrslu
dómnefndarinnar í iiandriti, er lir. A. Christonson, kennari við
landbúnaðarháskólann, góðfúslega léði mér.